Skagfirðingabók - 01.01.1983, Síða 96
SKAGFIRÐINGABÓK
Um þessar mundir voru fyrir norðan tvær stúlkur frá Reykja-
vík. Var önnur þeirra dóttir konu á næsta bæ, og er hún
hjúkrunarkona á Kleppi, en hin er yfirhjúkrunarkona, Jórunn
að nafni. Þeim var boðið að Syðri-Brekkum, og var tekið
fjarska vel á móti þeim, allir klæddu sig í sparifötin, enda var
stórveizla. Svo komu þær aftur daginn eftir. Yfirhjúkrunarkon-
an hafði litla myndavél, og var hún beðin að taka mynd af
heimilisfólkinu. Svo leið ein vika. Þá kom að Brekkum húsmóð-
ir Stínu og dóttir hennar og ráðsmaður hennar, Pétur Jónasson.
Hann er bróðir húsmóður minnar, sem var í sumar. Þau voru til
kl. 11 um kvöldið.
Næsta sunnudag fór ég með tveimur stúlkum gangandi suður
veg til þess að sjá landslagið og náttúrufegurðina þar fram frá.
Þá sá ég bæinn Frostastaði, þar sem ríkasti maðurinn í sýslunni
býr.2 Þar er stórt steinhús og steypt fjós og hlaða. Þaðan sést
langt fram á dali, svo langt sem augað eygir. Sömuleiðis var mér
sagt frá ýmsum örnefnum, þar á meðal Reykjarhól, sem getið
var um í Unga Islandi í fyrra vetur. Af honum sést til 7 kirkna í
firðinum.
Ekki sat ég heima sunnudaginn þar á eftir. Þá fór ég til kirkju
að Hofstöðum (þar átti Þórlaug heima). Presturinn heitir Guð-
brandur Björnsson, og þjónar hann fjórum kirkjum — Hólum í
Hjaltadal, Hofstöðum, Ríp í Hegranesi og Viðvík, þar situr
hann. Mér þótti kirkjan ósköp falleg, en kirkjugarðurinn er sá
auvirðilegasti, sem ég hef séð. Eitt leiði sá ég þar, en að öðru
leyti var hann eins og afgirtur túnblettur, enda var mér sagt, að
kirkjan hefði verið reist yfir leiðin, sem voru þar, og þess vegna
sáust engin merki þeirra.
Þennan sama sunnudag vorum við búnar að ráðgera, að þær
kæmu að finna mig, Kristrún systir og Stína, en þær komu ekki
fyrr en hálfum mánuði þar frá. Þá kom Guðlaug líka með þeim,
2 Magnús H. Gíslason. Hann hóf búskap á Frostastöðum árið 1893.
94