Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 118
SKAGFIRÐINGABÓK
23.3% ef miðað er við, að það séu húsfreyjur búenda og reiknað
með hærri tölunni, þar sem líklegra er, að prestsmaddaman hafi
verið vantalin. I sókninni voru 227 manns, þar af 134 sagðir 17
ára og eldri, en hér verða þeir taldir fullorðið fólk í heildarút-
reikningum, þar sem ætla verður, að það hafi heyrt til und-
antekninga, ef einhverjir lærðu að skrifa eftir þann aldur, þegar
flestallir voru farnir að standa á eigin fótum sér til bjargræðis.
Af 61 karlmanni í prestakallinu voru, sem fyrr segir, 6 sæmilega
ritfærir, eða 9,8%, og 9 sem eitthvað kunnu fyrir sér eða
14.8%, en það verða alls 24.6%. Af 73 konum voru það 7, sem
kunnu til skrifta, eða 9.9%. Að samanlögðu fullorðnu fólki í
prestakallinu eru því 6 af 134 sæmilega skrifandi, eða 4.5%, en
21, sem a. m. k. getur dregið til stafs, eða 15.7%; í heild 27, sem
jafngildir 20.2%. Á hinn bóginn eru 107 óskrifandi, eða 79.8%.
I Knappsstaðasókn voru árið 1840 byggð 9 lögbýli með 11
ábúendum og 6 afbýli, svo þar töldust 17 til búenda. „Bænda-
fólk . . . nokkuð skrifandi“ er sagt 17 af körlum og 4 konur.
Hvað varðar karla virðist einsýnt, að átt er við alla búendur, eða
jafnvel einnig syni þeirra og feður eða venzlamenn. Nokkuð
skrifandi er því annað hvort 100% búandi manna eða talan
lækkar, þegar 8 sonum og venzlamönnum er bætt við, niður í
68%, sem virðist reyndar koma betur heim við orðalagið. Á
sama hátt er um að ræða 4 konur skrifandi af 21, eða 19%
þeirra. I sókninni voru 128 manns, þar af 81 í tölu fullorðinna,
37 karlar og 44 konur. Af heildarfjöldanum voru því skrifandi
45.9% karlmanna og 9.1% kvenna. Að saman lögðu fullorðnu
fólki í prestakallinu kunnu þá 23 af 81 að skrifa, eða 28.4%, en
óskrifandi voru 56, eða 72.6%.
I Glaumbæjar- og Víðimýrarsóknum voru árið 1842 alls 431
á sóknarmannatali, þar af 265 fullorðnir. Af 126 körlum eru
sagðir „skrifandi", eða „kunna að draga til stafs“, nálega 75, eða
59.5%. Af 139 konum er sagt það sama um 16, eða 11.5%. Það
verða því 91 af 265, sem a. m. k. eitthvað kunna til stafagerðar,
eða 34.3%, en 174 eru óskrifandi, eða 65.7%.
116