Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 90
SKAGFIRÐINGABÓK
Einar og Ríkey eignuðust fimm börn, þrjá syni og tvær
dætur. Elztur þeirra er Oskar, starfsmannastjóri hjá skipadeild
SIS. I eigu hans eru frumrit frásagnanna, sem hér verða prent-
aðar.
Ríkey Örnólfsdóttir lézt 17. janúar 1945, í sjúkrahúsinu á
Isafirði eftir fæðingu yngri dótturinnar, aðeins 41 árs gömul. Þá
voru þau Einar að mestu búin að reisa sér myndarlegt tveggja
hæða hús á Suðureyri, en höfðu jafnan leigt íbúð í húsi Krist-
rúnar, systur Ríkeyjar, og manns hennar, Björns Guðbjörns-
sonar sjómanns. Kristrún bjó á Suðureyri alla sína ævi, lézt 16.
ágúst 1978 og hafði þá verið ekkja tæpan áratug. Hún var
merkiskona, ágætlega verki farin, fróð, ljóðelsk og minnug.
Hún dvaldist upp úr tvítugsaldri vistráðin á Sjávarborg í Skaga-
firði hálft þriðja ár samfellt, og er sagt, að hún minntist þeirra
daga jafnan með hlýjum huga. Húsbændur þeirra systra fyrir
norðan báru þeim og hið bezta orð.
Einar Jóhannsson fluttist til Reykjavíkur eftir lát konu sinn-
ar. Hann vann um skeið hjá Tryggva Ófeigssyni útgerðar-
rnanni, en réðst starfsmaður til dvalarheimilisins Hrafnistu um
leið og það komst upp, og er nú (1982) vistmaður þar, hniginn á
áttræðisaldur.
Ríkey Örnólfsdóttir gekk heilshugar að félagsstörfum
kvenna á Suðureyri. Hún var meðal stofnenda kvenfélagsins
Arsólar þar á staðnum og ritstýrði í tólf ár handskrifuðu blaði
þess, Sóley; „rækti hún það starf sem önnur af lipurð og
kostgæfni, svo aldrei fórst fyrir að blaðið kæmi út mánaðarlega.
Þessu bætti hún við heimilisstörf sín, og oft hljóp hún undir
bagga með að hjálpa þar sem vesöld var,“ segir í minningar-
orðum eftir hana látna. Þar er henni ennfremur lýst svo: „Það
var ávallt bjart þar sem hún fór. Trúkona var hún mikil, námfús
á unglingsárum og las ávallt mikið. Söngelsk og ljóðavinur,
kunni margt, sem nú er lítið sinnt um að læra, svo sem sálma og
ljóð. Eins var skapfestan og tryggðin óbilandi í fari hennar, sem
þeir gleyma ekki, sem kynntust henni í æsku.“
88