Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 123
LÝSING HÚSA í VALADAL
eftir JÓN PÉTURSSON FRÁ NAUTABÚI
ÞÁ frásögn, sem hér fer á eftir, samdi Jón Pétursson frá Nautabúi
skömmu fyrir andlát sitt. Hann dó að Hofi á Höfðaströnd árið 1946,
kominn undir áttrætt. Jón byrjaði 1944 að skrásetja handa niðjum
sínum ýmislegt frá iiðnum dögum, en því miður of seint, honum gafst
ekki tími til að færa í letur nema fátt eitt af því, sem hann kunni frá að
segja.
Jón Pétursson var bráðgóður smiður. Smíðagáfu hans má m.a. þakka
það, hve eftirfarandi lýsing húsa í Valadal er nákvæm og merkileg. Jón
fæddist í Valadal 1867 og ólst þar upp til ársins 1876, er hann fluttist
með foreldrum sínum, Pétri Pálmasyni og Jórunni Hannesdóttur, að
Álfgeirsvöllum. Pétur hafði búið í Valadal frá 1849. Síðar, eða 1891 —
97, bjó Jón sjálfur búi sínu þar, átti heima í þeim bæ, sem hann kynntist
í bernsku og hér ræðir um. Hann getur því með sanni trútt um talað,
þegar hann lýsir húsum þeirrar jarðar á ofanverðri 19. öld.
Um Jón Pétursson skal að öðru leyti vísað til Skagfirðingabókar 1975
og Skagfirzkra æviskráa II.
H.P.
Snemmaá búskaparárum sínum tók Pétur að byggja upp bæinn
[í Valadal], enda mun hafa verið mjög niðurnítt að húsum til, er
hann kom að jörðinni. Skal nú reynt að lýsa bæ þeim, er hann
byggði, formi hans og frágangi. Getur það orðið fróðlegt þeim,
er löngu síðar vildu kynna sér híbýlakost á betri bæjum á þeim
tíma.
Frambærinn sneri frá vestri til austurs í þrem langröðum, en
baðstofa þvert fyrir að baki þeim. Þilin fram á hlaðið voru því
þrjú: syðst og stærst stofuþil, þá bæjardyra- og skálaþil. Reisu-
leg skemma var sunnan við stofuna með sundi á milli.
121