Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 152
SKAGFIRÐINGABOK
Heimir og Ásbirningar, sungu tvisvar hvor, við mikla aðsókn.
Umræðufundir voru í tvö kvöld, fyrra skiptið um landsins gagn
og nauðsynjar, en síðara kvöldið um trúmál. Voru þeir vel
sóttir, einkum seinna kvöldið.
Þá hefir verið mikil hreyfing um það í héraðinu að koma upp
byggðasafni, þar sem ýmsir gamlir munir væru til sýnis; munir,
sem nú eru horfnir og tízkan hefir útrýmt, en sem á sinni tíð
voru jafn nauðsynlegir og þeir hlutir, sem þeir urðu að víkja
fyrir. Er búið að safna mörg hundruð slíkum gripum, og enn
veitti búnaðarsamband Skagfirðinga 1000 krónur á þessu ári til
að kaupa muni fyrir, en sú stofnun hefir einna bezt beitt sér
fyrir um þetta mál.
Nú er verið að byggja upp gamla bæinn í Glaumbæ, í
nákvæmlega sama stíl og hann var áður, en hann er, eins og
ýmsir vita, einn stærsti og sérkennilegasti bærinn í Skagafjarð-
arsýslu. Er þeirri byggingu langt komið, og þar vilja ýmsir, að
byggðasafnið verði í framtíðinni, því það liggur fast við veginn,
en aðrir vilja hafa það við bændaskólann á Hólum, og má
segja, að það sé vel sett á báðum þeim stöðum, hvor sem verður
ofan á.
Aldrei hefir verið lagt meir til akvega um sýsluna en á þessu
ári. Er helzt í ráði að fullgera sem mest af veginum yfir
Vatnsskarð og Oxnadalsheiði og enn fremur veg yfir Viðvíkur-
sveitina og heim að Hólum, sem mun að líkindum verða
fullgerður að sumrinu. Enn fremur vegur út Blönduhlíðina,
sem á að ná út að Austur-Vatnabrúnni; er hann nú kominn út
að Ytri-Brekkum.
Ekki orkar það tvímælis, að mikil framför og hægðarauki er
að þessum nýju vegum, en hitt dylst heldur ekki, að mikinn
vinnukraft taka þeir frá framleiðslunni, sérstaklega nú, þegar
jafnmikið hefir verið um setuliðsvinnuna, eins og raun hefir á
orðið fram að þessum tíma.
Annars má segja að verðbólgan sé að verða ógurleg á öllum
sviðum, og gengur hinum ráðandi mönnum illa að koma sér
150