Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 164
SKAGFIRÐINGABÓK
Annar þeirra var Valdimar Guðmundsson, bóndi í Vallanesi
(áður hét það Þúfa). Hann dó 12. febrúar eftir langa vanheilsu.
Foreldrar Valdimars voru Guðrún Eiríksdóttir hreppstjóra í
Djúpadal, og Guðmundur Sigurðsson söðlasmiður í Vallholti.
Hann var fæddur 19. febrúar 1878 og var elztur systkina sinna.:;'
Hinn 31. október síðastliðinn andaðist sr. Hallgrímur Thor-
lacius, fyrrum prestur til Glaumbæjarþinga. Varð hann bráð-
kvaddur. Hann var fæddur að Fagranesi á Reykjaströnd 18. júlí
1864, og var því liðlega áttræður. Foreldrar hans voru Magnús
prestur Thorlacius og Guðrún Jónsdóttir af Bergmannsætt.
Séra Hallgrímur vígðist haustið 1888 að Ríp í Hegranesi, en
varð prestur í Glaumbæ 1894, og þjónaði þar til haustsins 1935,
að hann sagði af sér samkvæmt aldurslögum presta. Hann
kvæntist Sigríði Þorsteinsdóttur frá Kothúsum í Garði syðra,
og þó þau bæru ekki gæfu til sambúðar að öllu, var hún hin
merkasta kona og vel menntuð. Þau eignuðust tvær dætur:
Hrefnu, er dó ung, hið mesta myndarbarn, og Guðlaugu Frið-
rikku, gifta í Noregi Fr. Stang verkfræðingi. Eiga þau börn. —
Séra Hallgrímur var skarpgáfaður og málamaður svo mikill, að
af bar, einkum í latínu, frönsku og forníslenzku (norrænu).
Prestur var hann mjög skyldurækinn, og margar ræður hans
ágætar. Hann var hið mesta karlmenni fram undir það síðasta
og kær að góðum hestum, enda átti jafnan úrvals reiðhesta og
hestakyn ágætt. Heldur þótti hann lítið gefinn fyrir nýjungar,
en fremur fastheldinn á fornar venjur. Hann var um skeið mála-
fylgjumaður mikill og þóttust andstæðingar kenna kulda af
orðum hans, en vinum sínum trölltryggur og jafnan tiltækur að
leysa þeirra vandræði. Mátti um hann segja, að hann væri í hópi
þeirra manna, er um skeið settu svip sinn á þetta hérað og þess
mál.
Ekki hafa menn hér glaðzt af öðru meir en ófriðarlokunum
* Hér á eftir er fellt niður nánast það sama og sagt var um Valdimar í
annálunum 1943.
162