Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 145
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
skólastjóri þar. Var það rómað af nemendum hans, hversu hann
hefði verið góður kennari. Mörg störf hafði hann með höndum
fyrir sveit og sýslu, m. a. þingmennsku, og fórst það sem annað
vel úr hendi, því hann er vitur maður. Er hann fór héðan var
það hans seinasta verk að gefa sýslubókasafninu allt hið ágæta
bókasafn sitt, nær því 700 bindi í bezta ástandi, og sumt harla
fágætar bækur. Er það sú dýrmætasta gjöf, sem því hefir borizt
til þessa. Sendi sýslunefndin honum, nú á nýafstöðnum fundi
sínum þakkarskeyti fyrir þessa ágætu gjöf, og öll störf hans, er
hann hefir unnið í þarfir héraðsins. Jósef er nú á 84. árinu,
fæddur 26. nóvember 1858, og er hinn ernasti.
31. marz lauk sýslunefndin fundi sínum, og hafði hún fjölda
mála meðferðis. Næsti fundur, er hún heldur, er sá 70. aðal-
fundur, en hinn 100., ef aukafundir eru taldir. Mun hún þá
halda upp á þetta afmæli sitt, og ef til vill gefa út minningarrit.
Þó það þyki hljóma einkennilega, þá er einn af þeim, sem sátu
fyrstu fundina, enn lifandi í Vesturheimi. Er það Magnús
Jónsson frá Fjalli í Sæmundarhlíð. Var hann sýslunefndarmaður
frá 1880—1887 og lét þar margt til sín taka, eftir því sem
sýslufundargerðir frá þeim tíma sýna. Var hann kosinn í ýmsar
nefndir, og sat meðal annars í stjórn búnaðarskólans á Hólum,
þegar verið var að koma honum á fót, og hann átti við mest
fjárhagsvandræði að stríða, því þá urðu Skagfirðingar einir að
hafa allan veg og vanda af honum.
Fyrsti sýslufundurinn kom saman á Reynistað 8. október
1874 og afgreiddi þá fjárhagsáætlun að upphæð kr. 125. En
strax tók sýslunefndin að beita sér fyrir ýmsum umbótamálum,
svo sem vegagerð, brúarsmíði, sýningum á búfé, handavinnu
o. fl., og það með þeim árangri, að búið var að brúa nálega allar
ár í héraðinu, að undanteknum Héraðsvötnum, er aðrar sýslur
hófust handa í þeim efnum.
Hér á Sauðárkróki var heldur fjölmennt um „sæluvikuna“
svokölluðu, því veður var alltaf hið bezta og samgöngur með
bílum orðnar ágætar um héraðið. Af sjónleikum þeim, er sýndir
143