Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 28
SKAGFIRÐINGABÓK
„Undrast ég, hve rétt hann sá á mörgum sviðum, hvert
framvinda tímans stefndi. Meðal annars sagði hann, meðan
mörg sveitarfélög stundu undir þunga þurfamannaframfæris:
„Eftir nokkur ár verða þurfamenn á sveitarframfæri ekki til.
Hreppsfélögin munu þá snúa sér meir en nú að menningar- og
atvinnumálum.“ Þetta þótti mörgum öfgafull bjartsýni.“
Hartmann lifði það, að spásögn hans rættist. Lög um al-
mannatryggingar gengu í gildi 1946, en hann andaðist 1948.
Eg hef spurt marga um Hartmann í Kolkuósi, menn, sem nú
eru komnir til aldurs og þekktu hann vel. Hjá flestum hef eg
fengið sama svar og hjá Tryggva Guðlaugssyni bónda í
Lónkoti. Hann sagði: „Hartmann var viðurkenndur ágæt-
ismaður.“
Einn eða tveir menn hafa þó borið honum söguna heldur illa.
Þeir hafa sagt, að hann hafi grætt á fátæku fólki, verið séður í
viðskiptum og jafnvel viðsjáll, bókhald hafi verið slæmt og
reikningar rangir. Svo hafi hann ekki viljað borga nema lítið og
ekki í peningum, heldur í vörum eða milliskrift. Þessir sömu
menn viðurkenna þó, að Hartmann hafi verið hjálpsamur, ef
fólk í nauðum leitaði til hans.
Kristján Jónsson á Oslandi sagðist vera sannfærður um, að
Hartmann hefði aldrei gert ranga reikninga að yfirlögðu ráði,
og Sigurður Sigurðsson hreppstjóri á Sleitustöðum sagði, að
Hartmann hefði alltaf verið fús að endurskoða reikninga og
leiðrétta, ef þess var óskað. Umsögnum þessarra manna tek ég
fullkomlega mark á.
A fyrri tíð var það háttur stórbænda að borga ekki hátt kaup,
en ársfólk hafði þá ýms hlunnindi. Þá var verzlunin mest
vöruskiptaverzlun. Innfluttar vörur voru greiddar með vörum,
sem út voru fluttar og litlir peningar í umferð manna á milli.
Verzlunargróða Hartmanns í Kolkuósi má nokkuð sjá af
framtali hans til skatts árið 1928 og fer það hér á eftir:
26