Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 93
SUMUR Á SYÐRI-BREKKUM
Komum seint um kveldið að Blönduós, en ekki vissi ég, hvað
klukkan var, þegar farið var þaðan, því við vorum sofnaðar.
A miðvikudagsmorgun vöknuðum við kl. 7, og var okkur þá
sagt, að við værum komin inn á Skagafjörð. Fórum við þá strax
að klæða okkur. Og þegar við komum upp á dekk, var verið að
fara fram hjá Drangey. Og kl. 10 komum við á Sauðárkrók.
Þegar við komum þar á land, kom yngispiltur á móti okkur og
bauð okkur heim til sín. Svo fórum við nú heldur að dreifast,
enda sögðum við okkar á milli, að nú yrði okkur útbýtt eins og
oblátum. Strax kom piltur að sækja Þórlaugu,1 og Stefanía
Guðmundsdóttir, húsmóðir Stínu,2 kom að sækja hana, sömu-
leiðis húsbóndi Guðlaugar. Ekki var neinn kominn til að sækja
mig, svo fyrrverandi húsmóðir mín sagði ég skyldi koma heim
að Ási. Að sönnu hafði hún engan hest, en sagðist heldur láta
mig tvímenna með 8 ára gömlum syni sínum, sem með henni
var, en að ég yrði eftir. Samt þurfti þess ekki, vegna þess að
húsbóndi Guðlaugar hafði lausahest, sem hann ekki notaði, og
fékk ég hann lánaðan. Ekki var Kristrún systir farin frá
Sauðárkrók, þegar við fórum, en samt var húsbóndi hennar
komin að sækja hana.3
Við komum að Ási kl. 11 um kveldið, og var ég þar í fjóra
daga, því fólkið, sem ég var hjá í sumar, vissi ekki, að Esja var
komin, svo ég var ekki sótt fyrr en á sunnudaginn 1. júlí. Það
var unglingsdrengur, sem sótti mig, og kom Stína með okkur
austur fyrir Héraðsvötn. Segir ekki af ferðum okkar, fyrr en við
komum heim að bænum, sem heitir Syðri-Brekkur. Það var
tekið ósköp vel á móti mér. Enda þótt ég sé ekki búin að vera
1 Hún fór að Hofstöðum, sbr. hér aftar. Ekki er fullvíst, hvaða Þórlaug á hér í
hlut, og sama á við um Guðlaugu, sem nefnd er í næstu línu.
2 Kristín Einarsdóttir; hún fór að Asi og kemur oft við þessar ferðasögur.
Kristín var helzta vinkona Ríkeyjar. Hún giftist síðar Guðbrandi Guð-
mundssyni, sem var afgreiðslumaður Þjóðviljans um langt árabil.
3 Húsbóndi Kristrúnar var Jón Björnsson. Hann bjó á Sjávarborg 1921—26.
fluttist þaðan að Heiði, en til Sauðárkróks 1936.
91