Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 67
BRÉF BALDVINS EINARSSONAR
mig, því eg er búinn ad jeta minn part út fyrirfram, en
þótt ödruvísi hefdi stadid á, mundi eg eigi hafa ordid
seinastr til ad gialda þar jákvædi vid. Eg fylli flokkin med
jákvædi mínu med allri hiartans gledi og ánægiu, og skal
eg í haust med póstskipi senda þér samþyktargiörd okkar
allra brædra, eptir tilmælum þínum. Satt segir þú þad, ad
ekki dugir samþykki þess, sem deyr, og eptirlætr sér
börn, þeim ber ekki ad skeita um födr síns Afsölun, og
vissast er ad sækia um Kóngsleyfi (þad kostar trúi eg 10
dali) en eg held ad her muni samþykki okkar brædra
duga<.>
Þú talar ennfremur um hvorneg fara egi ad ef eg verdi
fiarverandi þegar annad hvört ykkar deyi foreldra minna,
svo Sýslumadrinn ekki þurfi ad fialla um Reiturnar. Þetta
var mér óþægil. spursmál því eg vil ekki tala um dauda
ykkar, eg vil ad hann sé sem lengst burtu, en fyrst þú spyr
svo svara eg ad ef eg géf brædrum mínum Fullmagt til ad
skipta þó eg sé eigi tilstadar, þá hefir Sýslumadrinn ekkért
med þad ad sýsla, en hafi þeir eigi slíka fullmagt, þá sækia
þeir um hiá Amtm. ad búid megi vera óskipt þángadtil
þeir géti fengid mína rádstöfun.
Þú segir ad Kaupmönnum hafi ekki líkad vid mig í
fyrra, þad er líklegt, eg gerdi heldr ekki rad fyrir ödru en
ad þeir af þeim sem þykiast vera bændanna Yfirmenn
tækiu þad illa upp, en eg gat ekki gert hvörttveggia
undireins sagt satt, og latid þeim líka. Þeirra bölf. danska
sligar Island ad lokunum.
Þad veit eg vel, ad ekki á eg uppá Pallbordid hiá henni
Fridriksgáfu' (eg kalla þad nú alltaf Modruvelli uppa
íslenzka bóndapraktík). Orsökin er þessi, hann sendi mér
1 Hér á Baldvin við Grím amtmann á Möðruvöllum sem breytti því nafni í
Friðriksgáfu. „Hann vill danisera allt“ segir Bjarni Thorarensen skáld um
Grím 1831.
5 Skagfirdingabók
65