Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 140
ANNALL UR SKAGAFIRÐI 1941-1944
eftir STEFÁN VAGNSSON
Þetta er þriðji og síðasti hluti annáls Stefáns Vagnssonar, er birzt hefur
í tveim undanförnum bókum, nr. 10 og 11. Eins og greint var frá í
formála fyrir fyrsta hluta annálsins, féllu tvö ár niður á undan þeim,
sem nú reka lestina, en það skýrir upphafsorðin hér á eftir.
Ö.H.
1941
Undanfarin tvö ár hafa verið mjög góð, hvað veðráttu snertir.
Sumarið 1940 var reyndar úrfellasamt, og nýttust hey miður
vel. En þá hjálpaði mörgum, að þeir áttu eftir mikið af góðum
heyjum frá 1939, en það sumar var fádæma gott. Veturinn
1940—41 var ágætur, aðeins dálítill frostkafli, en snjólaust alltaf.
Síðastliðið sumar var dásamlegt, grasspretta góð og nýting á
heyjum eftir hendinni. Og ekki hefir þessi vetur verið verri að
sínu leyti, því segja má, að aldrei hafi snjór staðið við viku
lengur. Þá hefir jafnan komið sunnanþýða, en rosasamt hefir
verið með meira móti, svo skaðar hafa orðið á heyjum. Og
liggur því við, að satt sé er kveðið var eftir eitt stórveðrið:
Ur áramótum margur var með heldur súran svip,
því sífellt gengu hvassviðri með skúrum.
Heyin tætti í sveitinni, við sjóinn lestust skip,
og seinast fuku tófur út úr búrum.
Um páskana kom dálítið kuldakast, en nú er komin hláka og
allur snjór horfinn, svo manni finnst blessað vorið sé alveg
138