Skagfirðingabók - 01.01.1983, Side 36
SKAGFIRÐINGABÓK
þar úti fyrir húsinu. Var ég undrandi á þessu, því veður var kalt.
Spurði ég hverju það sætti. Þá sagði hann, að inni væri aðkomu-
maður, sem strax hefði lent í hörku-rifrildi við einn hreppsbúa.
Þætti sér lítil ánægja að hlusta á brigzl og skammir, og svo
hefðu menn verið farnir að kalla menn til vitnis um orð hvors
annars, en sig langaði ekki að bera vitni fyrir þá.
Aldrei heyrði ég Hartmann tala illa um fjarstadda menn, og
oft lagði hann gott orð til, ef einhverjum var hallmælt.
Man ég eftir karli nokkrum, sem oft kom í Kolkuós. Hann
var greindur og gamansamur, og oft flugu hárbeitt háðsyrði af
vörum hans, og þar sem karlinn var skringilegur í útliti og
háttum, gaf það háði hans aukið magn. Eitt sinn kom karl þessi
í Kolkuós og lenti þar við matborð, hvar margir fleiri sátu. Var
hann spurður frétta, því ýmsa fýsti að heyra frásagnir hans.
Byrjaði karl að segja frá stólræðu sóknarprestsins og færði allt í
skoplegan búning. Hartmann vildi, að dregnir væru fram kostir
prestsins og taldi upp margt, sem hann hefði sér til ágætis.
Enduðu þessar ræður með því, að karlinn sagðist geta viður-
kennt sumt, sem Hartmann segði, t. d. að prestur væri skyldu-
rækinn og meinti raunar allt vel.
Kona Hartmanns var Kristín Símonardóttir frá Brimnesi.
Hún var mikil búsýslukona, og mun hún hafa átt drjúgan þátt í,
að hagur þeirra gekk fram, svo sem raun bar vitni. Hún var
einörð og hreinskilin og sagði meiningu sína, hver sem í hlut
átti. Eitt sinn kom embættismaður í Kolkuós, var sá ríðandi á
meiddum hesti. Þegar Kristín vissi það, ávítaði hún manninn,
og það meira en nóg að hans dómi.
Kristín var afar ættrækin og vinföst, svo að það fólk, sem
náði vináttu hennar, naut þess oftast ævilangt. Varð ég þessa
greinilega var. Faðir minn og hún voru þremenningar að skyld-
leika, og mun ég hafa notið þess, því sama árið og faðir minn
dó, sendi hún mér jólagjöf, og það gerði hún um hver einustu
jól, unz ég var fermdur. Það voru því ellefu jólagjafir, sem ég
34