Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 35
HARTMANN ÁSGRÍMSSON í KOLKUÓSI
og var góður hestamaður í orðsins fyllstu merkingu. Hann vann
hesta sína til hlýðni með lipurð og lagni, en ekki með hörku.
Hann sat hesta vel og fékk þá til að leggja fram alla þeirra
meðfæddu kosti og þeir fóru á kostum hjá honum. Man ég vel
yfirgripsmikla skeiðspretti Harðar, en svo hét stóðhestur Hart-
manns. Ef þeim hesti var hleypt á stökk og síðan — tekinn niður
— á skeið, var flýtirinn frábær.
Hartmann var dýravinur og mjög nærfærinn við sjúkar
skepnur.
Eitt sinn sagði hann, að hestamenn ættu heldur að hafa
meðferðis hrossaklóru en písk, sem væri tæki harðstjórans.
Þegar hann var spurður, hvað gera ætti með klóru á útreiðum,
sagði hann, að hárin ýfðust undan hnakk og reiða, og þar ætti
vatn og vindur greiða leið að hörundi hestsins, en væri hárið
lagfært, mundi það vernda dýrið gegn vondum veðrum.
Hartmann var fremur fátalaður á heimili sínu, en þó aldrei
þumbaralegur. Hann virtist vilja láta aðra njóta málgleði sinnar,
en vera sjálfur hlutlaus að mestu. Honum var ógeðfellt að
blanda sér í annarra manna deilur. Verða hér nefnd tvö dæmi, er
sýna það.
A síðustu búskaparárum Franz í Málmey, keypti hann, eða
tók af öðrum tófu-yrðlinga og ól þá í eyjunni sumarlangt og
fram eftir vetri. Var þetta leyft, eða a. m. k. látið óátalið, ef
dýrunum yrði lógað fyrir vissan mánaðardag. Þar sem feldir
dýranna voru verðmeiri nokkru seinna að vetrinum, lét Franz
dýrin lifa nokkru lengur en leyft var, en lenti þá í þjarki við
valdsmenn. Hann kom við í Kolkuósi á leið sinni til Sauðár-
króks. Heyrði ég hann segja Hartmanni frá þessu refamáli, og
hefur sjálfsagt túlkað það frá sínum sjónarhóli. Síðan spurði
Franz, hvernig Hartmann liti á þetta mál. Hartmann svaraði að
bragði: „Eg hefi ekkert hugsað um þetta og er því hlutlaus í
þessu máli.“
Hreppsfundur var boðaður á Læk í Viðvíkursveit. Eg mætti
þar í seinna lagi, en er á fundarstað kom, var Hartmann á gangi
3 Skagfirðingabók
33