Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 131
LÝSING HÚSA í VALADAL
Niðri í eldhúsinu var ekki geymt, auk potta, annað en salt á
hlóðabálkum, og í horni þess var tunna, er safnað var í þvagi,
því það var talsvert notað á óvandaðan þvott, einnig við ullar-
og voðaþvott. Yfir veturinn voru ósköpin öll af hengdu kjöti og
skinnum uppi í eldhúsinu. Er það ekki að undra á búi með
fjölda fjár, en allt, sem [var] lógað, var lagt í búið, meðan enginn
markaður var fyrir kjöt, þó allmikið væri reykt af því. Ekki var
hrossakjöt notað á þessum tímum, en mör og önnur fita, er náð
var til eða lá utan á, var hirt og brædd til eldsneytis á lýsislampa.
Kjötið var ýmist gefið þeim fáu, er kallaðir voru hrossakjötsæt-
ur, eða hrafnarnir nutu þess. Þó voru nokkrir, er gáfu það
kálfum eða arlaka lömbum.
Eins og áður er getið, var útiskemman sunnan við bæinn með
mjóu sundi milli hennar og stofunnar. Hún var stór, þrjú
stafgólf að lengd, með fjögrarúðu glugga á framþili. Ekki var
fastaloft í henni, en fjalir lagðar til hliða á bita. I innsta hluta
hennar hafði vinnufólk kistur sínar og koffort. Að öðru leyti
var [hún] geymsla fyrir amboð og reiðskap, svo sem reiðtygi,
reiðinga, klifbera og reipi. Bæði við skemmu og bæjardyr voru
stórar hellur lagðar utan og innan dyra, sem verja áttu því, að
niður græfist. Þetta var á nær öllum bæjum. Voru þetta kallaðar
dyrahellur. Auðsjáanlega voru þær valdar að lögun, svo þær
færu sem bezt við dyrnar. Það var líka altítt, að stórir steinar
væru einhvers staðar í bæjardyrum, og svo var einnig í Valadal.
A þessum steinum var barinn harðfiskur, og kallaðir fiskastein-
ar. Sáust þeir víða svo mikið notaðir, að skál hafði myndazt
ofan í þá.
Auk allra bæjarhúsa byggði Pétur upp peningshúsin, þar á
meðal þrjú samstæð hús upp undan bænum með breiðri stétt
framan undir, en sunnan undir þeim stóra fjárrétt. Þessi hús
voru með milliveggjum, krær til muna breiðari en þá gerðist og
ris hærra. Að framan voru stafnar upp í gegn og lítið sund efst,
svo birta fengist betri frá fremsta glugga. Ekki sáust gler í
peningshúsagluggum á þessum tíma. Veggir voru hlaðnir úr
9 Skagfirdingabók
129