Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 125
LÝSING HÚSA í VALADAL
stafgólf, með tveim gluggum á þekju. Milli þessara búra var
torfstafn.
Bæjardyr voru á að gizka 7V2 alin á lengd og um 5 álnir á
breidd. Framanundir þeim var þil með 12-rúðu glugga ofarlega,
en litlum glugga norðan við dyr. Yfir bæjardyrunum, sem var í
þrem stafgólfum, var loft yfir tveim þeirra [þ.e. stafgólfanna].
I framhaldi af bæjardyrum voru göng, en þil á milli. Annað
þil var nokkru innar. Milli þessara þilja voru gangar að
Fremrabúri og eldhúsi. Hurðin í innra þilinu var kölluð skelli-
hurð, af því að á henni var jafnan lóð eða sig, svo að hún félli á
eftir þeim, er um gekk. Þannig útbúnaður tíðkaðist á flestum
bæjum til tryggingar því, að aldrei stæðu allar hurðir opnar í
senn út á hlað.
Frá innra þili var framhald af göngum til baðstofudyra.
Göngin voru að miklum mun mjórri en bæjardyr. Hefur það
legið í misþykkum veggjum.
A útiþili skálans, sem var í þriðju röðinni, var einn 6-rúðu
gluggi, að mun minni en stofugluggar. Skálinn var með sömu
lengd og bæjardyr, með torfstafni, er að eldhúsi vissi, því það
var í framhaldi af honum. Það var gríðarlega stórt og hátt, hafði
sömu lengd og búrin bæði, að meðtaldri stafnþykkt milli þeirra.
A því voru tveir torfhlaðnir strompar. Til gamans get ég þess,
að sú trú ríkti, að bezt væri, að þeir væru hlaðnir með útfalli
sjávar, þá yrðu eldhúsin síður reyksæl.
Eins og áður er sagt, lá baðstofan þvert við fremri röðinni eða
í út og suður. Hún var upphaflega 3*/2 stafgólf. I venjulegu
stafgólfi voru 3 álnir. Oft voru þau þó nokkru styttri. Síðan
byggði Pétur tveggja stafgólfa hús suður af baðstofunni með
hálfþilsstafni í suður og stórum 6-rúðu glugga á. Annar lítill
gluggi var ofar laus[h]olti á vesturhlið.
Næst fyrir framan hús þetta var annað hús, eitt stafgólf. Þar
næst annað af sömu stærð. Þar var inngangur í baðstofuna. Þá
var enn eitt hús af sömu stærð. Gegnum það var gengið inn í
123