Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 102
SKAGFIRÐINGABÓK
Þegar í land kom, var Kristrún systir þar komin. Það hafði
heyrt Esju pípa um miðjan dag, en henni gekk svona seint vegna
þokunnar. Rúna beið með hest handa mér frá húsbónda mín-
um. Hann hafði komið á laugardaginn og ætlaði að sækja mig
(áætlunardaginn), en sendi hestinn fram að Sjávarborg til Rúnu
og bað hana að færa mér hann, þegar ég kæmi. Fór ég svo með
henni fram að Borg ásamt Stínu Eiríksdóttur,1 en Stína Einars-
dóttir fór með sínum fylgdarmanni í aðra átt.
Var ég svo á mánudaginn um kyrrt á Borg, því ég fékk ekki
að fara. En á þriðjudaginn fór ég að hugsa til heimferðar, á
áfangastaðinn, Syðri-Brekkur, sama bæ og ég var á í fyrra. Vildi
ég nú stytta mér leið og fara engjaveginn frá Borg og út að
ferjustaðnum. Var mér sagt vel til vegar, og ég taldi víst, að ég
mundi rata, því mest var eftir bökkum að fara.
Þegar ég var komin nokkuð á leið, sá ég hvergi götuslóða,
vegna þess að vatn hafði flætt yfir, svo ég stanza og gæti í allar
áttir. Og duttu mér þá í hug orð, sem höfð voru eftir Pétri
frænda mínum forðum:2 „Það dugar ekki að missa kjarkinn.“
Eftir svolitla stund sé ég, hvar kemur maður róandi á pramma
eftir Vötnunum, svo ég bíð, þangað til ég get kallað til hans og
spurt hann til vegar. Og gaf hann mér þær leiðbeiningar, sem ég
þurfti, enda gekk mér nú ágætlega, þangað til ég kom að
ferjunni. Hélt ég svo áfram ferðinni, og var ein alla leiðina.
Þegar ég kom að Syðri-Brekkum, var tekið ágætlega vel á móti
mér, enda bjóst það við mér á hverri stundu.
Var nú allt tíðindalítið. Eg hreinsaði allt túnið, þvoði ull og
reytti kálgarða fyrir sláttinn. Svo var byrjað viku seinna að slá
en venjulegt var, vegna þess að tún voru illa sprottin.
Um sláttarbyrjun fór að ganga barnaveiki og mænusótt svo-
kölluð. Var hvorutveggja smitandi og þess vegna stranglega
1 Kristín Eiríksdóttir; hún giftist árið 1929 Gunnari M. Magnúss rithöfundi.
2 Þ. e. Pétur Pétursson, sjómaður og verkamaður á Súgandafirði, d. 1943.
100