Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 133
LÝSING HÚSA í VALADAL
var sívalur járnfleinn, sem látinn var ganga í pottsett járnspor á
miðri slá, er lá þvert yfir botngrunn kofans. Þá var trépallur í
kofanum það ofarlega sem nam niðurgrefti, og gekk möndull-
inn upp í gegnum hann miðjan. A þessum palli stóð kvarnar-
stokkur á fjórum fótum. Hann var það stór, að mjöl, er kom
undan kvarnarsteinunum, rúmaðist í honum, þó myllan gengi
yfir nótt, án þess að hann væri losaður. Steinarnir voru kringl-
óttir, eins og öllum er kunnugt og mun lengi verða. Neðri
steinninn var hafður fastur í stokknum, en sá efri látinn snúast
þannig, að höggvin voru tvö spor í hann gegnt hvort öðru og í
þau felld járnlöð eða milti með ferhyrndu gati í miðju; í það
gekk fleinn ferkantaður efst, sem lá upp úr möndlinum; var
hann með krók neðst, er stóð út úr, en spor tekið fyrir honum,
svo hann gæti gengið ögn upp og niður, er þyngja þurfti á efri
steini eða létta. Eins og öllum er skiljanlegt, fór möndullinn á
hreyfingu og efri steinninn, er vatnsbunan kom á enda
spjaldanna. Væri vatnsstraumurinn sterkur, gat möndull og efri
steinn snúizt furðu fljótt. Möluðu sumar myllur allt að tunnu af
korni á sólarhring.
Upp af efri kvarnarsteini var komið fyrir trekt, sem var víð í
efri enda, en mjó niður. Neðan í hana var tengd lítil askja með
túðu í annan enda. Ofan í þessa öskju hrundi kornið úr
trektinni. Þá kom járndingull niður úr öskjunni, er nam niður í
kvarnaraugað, en við það hristist askjan, er myllan var í gangi,
og kornið hrundi ofan í steinholuna, misjafnlega ört eftir halla
öskjunnar, sem hægt var að tempra.
VIÐAUKI
FRIÐRIK STEFÁNSSON og Guðríður Pétursdóttir bjuggu í Valadal frá
árinu 1900—1925.1 æsku var á heimili þeirra Guðmundur Jósafatsson, er síðar
kenndi sig við Brandsstaði, f. 1894, d. 1982. Hann mundi glöggt eftir
Valadalsbæ Péturs Pálmasonar og lýsti honum fyrir mér í samtali árið 1968.
131