Skagfirðingabók - 01.01.1983, Side 126
SKAGFIRÐINGABÓK
norðasta húsið, sem var tvö stafgólf. A öllum þessum húsum
var einn 4-rúðu gluggi á stafgólfi hverju í austur.
Rúmum var þannig skipað, að í suðurhúsi, hjónahúsinu, var
rúm undir vesturhlið. Annað rúm þvert fyrir innan, við dyr, og
gluggi þar yfir. I næsta stafgólfi var eitt rúm. Ekkert rúm í
dyrastafgólfi. Hinumegin við það voru tvö rúm. I norðasta
hluta baðstofunnar var rúm móti glugga og tvö fyrir stafni. Þar
var einn gluggi á austurhlið framan við eystra rúm. Yfir stafn-
rúmunum var pallur eða himinn, sem sumir kölluðu. Bæði voru
rúm þessi lokrekkjur, og á fjölunum yfir þeim skreyting með
útskornum listum, hjarta- og tígulmynduðum, úr örþunnum
spækjum, er tyllt var framan á fjalirnar. Líkt útrennsli var yfir
því rúminu, sem undir hliðinni var. — Ekki voru lausarúm utan
þau tvö, er í hjónahúsi voru. Hin voru öll á bálkum eða torf
undir og hey ofan á. Inn úr miðjum rúmstokk niður við gólf var
hleypt inn ofurlitlum, ferköntuðum kassa. Voru þetta kölluð
koppaskot, enda voru þau hæfilega stór fyrir næturgögn. Þetta
þótti þrifalegra og gefa minni dampa frá sér. Ovíða sá ég þessa
tjlhögun, þó mun hún hafa átt sér stað víðar en þarna.
Tveir strompar voru á baðstofunni, annar í dyrastafgólfi,
hinn í norðurenda hennar. Vel var þess gætt að hafa þá opna alla
tíð nema í verstu veðrum.
Þá skal lýsa innanstokksmunum í baðstofu og niðurröðun í
rúmin. I suðurhúsi var hjónarúm undir hlið; auk hjónanna svaf
[þar] oftast einn krakki til fóta þeirra. I hinu rúminu svaf elzta
dóttirin og einn krakki; það rúm var, eins og áður er getið,
þvert fyrir innan við dyr. I húsinu voru þessi húsgögn: Fyrir
stafni undir glugga var allstórt borð. Við annan enda þess, milli
þess og hjónarúmsins, var mjög gamall bakstóll. Við hinn enda
borðsins var útlendur bakstóll. Undir hliðinni voru tveir bak-
stólar. Allir þessir stólar voru með stoppuðum sætum. Undir
sömu hlið var útlend, spónlögð kommóða með koparhöldum.
Fram við þilið að hurðarbaki var fastaborð. Við það saumaði
húsfreyjan oftast. Stór strengjaklukka í kassa stóð upp með
124