Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 61
BRÉF BALDVINS EINARSSONAR
frá smá atvikum sem skemtil. eru og þó opt mest lýsa
manninum, líka frá því sem mesta verkan hafdi á Forlög
þín og þenkíngarhátt og upplýsíng og s. frv. Þú skallt
segia hreint frá öllu, rétt eins og þú segdir frá ödrum.
Nú kem eg til hans Gríms á Mödruvöllum! Diöfullin
siálfur hafi úr hönum allt affektid, hann er ekki nema
tómir Formar og sellendska. Mikid þykir mér þad undar-
ligt, og heimskuligt, er hann vill ripta upp því sem gert
hefir verid fyrir mörgum árum vid iardanidrsetnínguna,1
ég trúi ekki ad honum takist þad, ef menn bæri sig upp, og
klögudu til Rentukammersins, og til þess vil eg ráda, því
þad er þörf á ad sýna hofdíngiunum, ad menn viti ad þeir
séu menn. iá ad þeir séu undirsátar líka og megi eigi gera
allt eptir egin þótta. Embættismennirnir í Islandi hafa
sialdan átt vid miög audsveipa undirmenn, en þeir hafa
líka á hina síduna pínt þá og plágad, med því ad leida inn
allskonar útlenzku en drepa alla lenzku sem er miklu
betri, og þyrfti nú ad reisa skordr vid því ad slíkt heldist
fram, því þá kæfa þeir Island í tómri dönsku.
Hvad Jardanidrsetnínguna áhrærir, þá skal eg huxa mig
um dálitla klögun í Nótt, sem eg skal senda þér, og getr
þú yfirvegad hana og umbreytt eptir egin vilia. Sira Jón
Reykjalín held eg útleggi þad bezt á dönsku sem þú villt
skrifa. Þad versta er ad eg þekki ekki þessi Rescript sem
Amtmadr kvad citera, en eg heyri sagt ad þau tali einasta
um kongsiardir eda stólsgozin, og sé svo geta þau ekki
nád til bændaegna. Þaradauki er Praxis lög, þarsem engin
lagabod eru á móti henni, og þá verdr Praxis ad gylda i
Islandi um jardanidrsetníngu, bezt væri ad útvega Attest
hiá nokkrum Sýslumönnum um slíka Praxis, og mundi
1 Grímur Jónsson amtmaður norðan og austan „þótti ágengur við landseta á
þjóðjörðum og smámunasamur og örðugur undirmönnum sínum." Hér
ætlar hann að haekka gjald af kóngsjörðum og stólsjörðum.
59