Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 142
SKAGFIRÐINGABÓK
fjárveiting í fyrra. En ekki veitir af, því margir þeirra eru
viðhaldsfrekir síðan daglegir mjólkurflutningar komu til sög-
unnar.
Þrátt fyrir þessi veltiár, má þó segja, að búskapurinn sé þó að
ýmsu leyti erfiður fyrir bændur, og veldur þar mestu um
skortur á vinnuafli, og hefir þó aldrei verið verra en nú, er
fólkið flykkist úr sveitinni til kauptúnanna, þar sem víða er
bókstaflega hægt að ausa upp peningunum. Það er ekkert
einsdæmi, að sléttir verkamenn taki 40—50 kr. á dag, mánuð
eftir mánuð, og til eru fyrirtæki, sem boðið hafa verkamönnum
sínum 1200 kr. á mánuði um lengri tíma. Við þetta getur
landbúnaðurinn ekki keppt, og því neyðast bændur til að draga
saman búin, og mundu þó þurfa að gera það enn meir, ef þeir
spöruðu þó ekki kaupafólkshald með auknum fóðurbætis-
kaupum, sem er orðinn allhár útgjaldaliður hjá mörgum, en
mun þó áreiðanlega borga sig.
Þó er annað, sem sverfur enn fastar að öllum búandlýð hér í
Skagafirði, en það eru hinar skaðvænu fjárpestir, sem nálega
vofa yfir hverju heimili. Er garnaveikin austan Vatna, en mæði-
veikin að vestanverðu í héraðinu, og er varnargirðing utan frá
sjó og fram fyrir Abæ, og nú á að girða þaðan í vor og fram
undir Jökul. Kostar þetta allt óhemju fé, því auk girðinganna er
svo fjöldi af varðmönnum allt vorið og fram á haust, unz fé er
komið á hús. En þrátt fyrir þennan tilkostnað, leggja þessar
pestir alltaf, með hverju ári, undir sig stærra og stærra svæði.
Þess vegna eru ýmsir orðnir vantrúaðir á þessar varnir og segja,
eins og einn kaldhæðinn náungi, „að með vörnunum ynnist það
eitt, að allar kindur austan Vatna dræpust úr garnaveiki, en
hinar úr mæðiveiki, en allar færu þær samt.“ Því miður er
nokkuð hæft í þessu. I fyrrahaust var t.d. skorið niður nálega úr
öllum Hólahreppi og í haust af mörgum bæjum í
Viðvíkurhreppi og yztu bæjum Akrahrepps. Hefir víst átt að
reyna að uppræta veikina með þessu, en alltaf kemur hún upp á
nýjum og nýjum stöðum. Sama er að segja með mæðiveikina.
140