Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 13
HARTMANN ÁSGRÍMSSON í KOLKUÓSI
var víðsýnn gáfumaður og studdi hvers konar framfarir með
samtíð sinni.
Asgrímur varð að sjá fyrir syni sínum og kom honum í fóstur
til Magnúsar, bróður síns, að Húnsstöðum í Stíflu, en hann hóf
búskap þar með fyrri konu sinni árið 1872, Ástu Halldórsdótt-
ur frá Tungu í Stíflu. Þar bjuggu þau til 1875, en fluttu þá að
Nefstöðum og voru þar 8 ár. Síðast bjuggu þau á Mjóafelli, og
þar andaðist Ásta árið 1884. Seinni kona Magnúsar var Guðrún
Bergsdóttir. Þau bjuggu síðast á Ytri-Hofdölum, og er það
önnur saga.
Ásta Halldórsdóttir mun hafa verið góð við Hartmann og
gengið honum í móðurstað. Þegar Hartmann kom á fyrsta ári
til Ástu, kvað hún:
Hartmann litli heita má,
húss að baki fugl einmana.
Móður sinni fluttur frá,
fær hann ei að líta hana.
Eftir að Ásta Halldórsdóttir andaðist, fluttist Hartmann að
Brimnesi, 11 ára gamall.
Símon Pálmason og Sigurlaug Þorkelsdóttir frá Svaðastöðum
bjuggu í Brimnesi 1865 — 1874 að Símon andaðist. Eftir það bjó
Sigurlaug ekkja í Brimnesi til 1896. Á þeim tíma var Ásgrímur
Gunnlaugsson ráðsmaður hjá henni nokkur ár. Þess vegna mun
Hartmann hafa farið að Brimnesi, og átti hann þar heima síðan í
15 ár, eða til aldamóta. Á þessu tímabili fór hann í skóla að
Möðruvöllum og brautskráðist þaðan árið 1895. Möðruvalla-
skóli þótti góður skóli, og ekki síður hitt, að nemendurnir voru
námfúsir, því ekki fóru aðrir í skóla en þeir, sem höfðu gáfur og
löngun til að læra. Þegar litið er yfir raðir Möðruvallamanna frá
þessum tíma, virðist nær undantekningarlaust, að þeir urðu
fyrirmenn í sinni sveit, þegar heim kom, og það varð Hartmann
í Kolkuósi.
11