Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 154
SKAGFIRÐINGABÓK
1943
Eg byrja á tíðarfarinu, því með því lifum, hrærumst og erum
vér, þeir sem framleiðslu stunda til lands og sjávar. Veturinn
eftir nýár í fyrra var fremur illur og vorið óvenju illt, greri seint,
því frost og hríðar voru fram eftir öllu. Grasspretta var því með
minna móti, en nýting sæmileg fram í ágúst, en þá skipti alveg
um til hins verra. Gengu þá rigningar miklar og óþurrkar fram á
göngurnar, og var hér á eylendi héraðsins þá úti hey, sem skipti
þúsundum hestburða, og leit illa út að nást myndi í tóttir þó
notuð væri hver stund, sem skin var, að þurrka það. En um
nóttina 24. spetember gerði stórhríð af norðri, með svo mikilli
fannkomu, að líkast var þorraveðri. Það kvöld komu bændur úr
framhluta Skagafjarðar að vestan með fé sitt úr Stafnsrétt og
slepptu því um kvöldið. Féð var lúið og illa útleikið, og er
hríðin skall á, dró það sig í skjólin og fennti svo hundruðum
skipti, og sums staðar heila rekstra, ef menn hefðu ekki farið út
um nóttina til að vitja um það og grafa það úr fönninni. Er þetta
svo ótrúlegt á þessum tíma, að vart mundi trúlegt. T.d. í þeirri
veðurblíðu Blönduhlíð fennti 51 kind á einum bæ, og má þá
ímynda sér, hvernig veðrið hafi verið í þeim sveitum, sem
harðbýlli eru.
Sýslumaðurinn lét hreppstjórn innan sýslunnar safna skýrsl-
um um það, hversu mikill skaðinn hefði orðið í hverjum hreppi
af völdum hríðarinnar á heyjum og fénaði, og voru þær lagðar
fram á sýslufundinum. — Eftir þeim er skaðinn þessi yfir alla
sýsluna:
Af völdum ótíðarinnar urðu úti 9107 hestburðir af heyi.
Af fé fennti til dauðs 1557 kindur.
Af hrossum fennti til dauðs 17 hross.
Er þetta ærinn skaði yfir alla sýsluna, því meðalverð á útheyi
mun hafa verið allt að kr. 50 fyrir hestburð, en lambið lagði sig
upp undir 100 kr.
Þessi ógurlegi heyskaði gerði það að verkum, að ásetningur
152