Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 27
HARTMANN ÁSGRÍMSSON f KOLKUÓSI
getað fyrirgefið Sigurði ummæli hans um konur á þessum
fundi.
Niðurstaðan á fundinum varð sú, að það var fellt að kaupa
rjómaskálann með jöfnum atkvæðum eða eins atkvæðis mun.
Hartmanni þótti miður, keypti skálann sjálfur og seldi í
pörtum.
Arið 1920 keypti Viðvíkurhreppur hús Pöntunarfélags Skag-
firðinga í Kolkuósi, sem þá var hætt að verzla þar. Það var flutt
að Læk, stækkað og notað þar fyrir barnaskóla og fundi um
árabil. Þeir Pálmi á Svaðastöðum og Sigurður í Seli vildu verja
sveitina spillingu og héldu því fram, að húsið á Læk ætti að vera
lítið og lágt undir loft, svo ekki væri hægt að halda böll í því, en
munu ekki hafa fengið því ráðið.
Hartmanni í Kolkuósi féll illa að vera borinn ráðum á
fundinum í Asgeirsbrekku og hætti störfum í sveitarstjórn á
næsta ári, 1919. Eftir það vann hann ekki að sveitarmálum,
nema hann var hreppstjóri 1932 — 1934, í umboði Jóhannesar
Björnssonar bónda á Hofstöðum, sem þá var fluttur til Reykja-
víkur.
Það mun óhætt að segja, að Hartmann í Kolkuósi hafi verið
vel máli farinn. Hann var rökfastur, talaði ekki fleira en þurfti
og lágum rómi.
Eitt sinn hittust þeir í Langhúsum, Hartmann og Björn
Björnsson bóndi á Narfastöðum, ræddust við og voru ekki
sammála. Þá var þar kona nokkur, er sagði, að það þýddi lítið
fyrir Hartmann að tala við Björn, sem talaði svo hátt og mikið,
en hann talaði sjálfur svo lágt og lítið.
Fyrir kom, að Hartmann flutti mál, en svo segir Kolbeinn á
Skriðulandi í Skagfirzkum æviskrám:
„Við bar það, að hann vegna þrábeiðni mætti fyrir hönd
verjanda á sáttafundum og réttarhöldum, en aldrei fyrir hönd
sækjanda. Reyndist hann þá jafnan ráðsvinnur og rökvís
málfærslumaður.“
A öðrum stað í æviskrá Hartmanns segir Kolbeinn:
25