Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 178
SKAGFIRÐINGABÓK
enda er þá bringa hans næstum ber. Æðardúnn er afar verð-
mætur, kostar 12—20 skildinga pundið. Vilji bóndi hins vegar
veiða æðarfugl, setur hann fjöl í fjöruborðið á útfiri. Þessi fjöl
er alsett snörum, sem herðast að fótum fuglanna, þegar þeir
skreiðast um þær. Það hljóta að hafa verið mörg þúsund
æðarfuglar á sundinu milli Reykja og Drangeyjar, en bannað er
að hleypa af byssu í margra mílna fjarlægð frá eynni.
Erfitt er að plægja landið, jafnvel þar sem jarðvegurinn er
góður, slíkar eru mishæðirnar og þýfið. I rauninni verður plógi
ekki við komið, nema svörðurinn sé fjarlægður og yfirborðið
síðan sléttað með páli, þangað til hestur getur dregið plóginn.
Reyndar eiga íslenzkir bændur afar fáa plóga, og hið sama gildir
um önnur jarðyrkjuverkfæri. Bændur eru of fátækir til að
kaupa þau, og þeir eru alls ekki djarfhuga, heldur una við
frumstæðar ræktunaraðferðir forfeðranna. Fylgdarmaður okk-
ar var dugmeiri og auðugri en stéttarbræður hans og hafði
keypt plóg, sem hann var mjög stoltur af og sýndi okkur sem
mikla nýjung; augsýnilega hélt hann við hefðum aldrei séð slíkt
undratæki. . . .
Eftir nokkurra stunda hvíld á Reykjum stigum við enn á
bak og riðum til Sauðárkróks, þar sem við kvöddum með trega
stúdentinn vin okkar, sem hafði reynzt afar viðmótsþýður og
greindur félagi. Og þetta kvöld hreyfði enginn mótmælum gegn
því að skríða í kojur eftir að hafa setið á hestbaki mestan hluta
dagsins og riðið eftir götum sem voru ólýsanlega grýttar. . . .
Island er svo strjálbýlt, að menn geta riðið mílu eftir mílu án
þess að hitta nokkra sálu. Jafnvel í smáþorpinu Sauðárkróki eru
göturnar lífvana. A. L. T. týndi t. d. pípunni sinni, þegar við
héldum út úr bænum, en við fundum hana á miðri götu,
nákvæmlega þar sem hann missti hana, þegar við komum aftur
eftir átta tíma. Og þar sem pípur eru eftirsóttur munaður, hefur
naumast nokkur gengið eftir þessari götu meðan við vorum í
burtu.
176