Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 98
SKAGFIRÐINGABÓK
sætan á bænum, en móðir hennar spilaði.' Síðan kvaddi ég allt
fólkið, því ég sá það ekki eftir það, þangað til ég fór.
Mánudaginn 24. september fór ég alfarin frá Brekkum. Kom
húsbóndinn með mér út á Sauðárkrók, og hjálpaði hann mér að
koma dótinu mínu í geymslu þar. Síðan kvaddi ég hann og fór
svo gangandi suður að Sjávarborg til að kveðja systur mína. Var
ég þar um nóttina og næsta dag til kvölds; þá þorði ég ekki að
vera lengur, því skipið gat komið á hverri stundu. Við fengum
svo lánaða hesta, og systir kom með mér út á Krók. Það var
glaðatunglsljós um kvöldið, þegar við fórum út eftir, enda var
margt fólk úti, sem við mættum á leið okkar. Ekki mátti ég
seinna koma á hótelið (sem heitir Tindastóll), því það átti að
fara að loka, þegar ég kom.
Morguninn eftir fórum við Guðlaug upp á brekkuna, sem er
fyrir ofan Krókinn, til þess að sjá landslagið — og kirkjugarð-
inn, sem er þar, og þótti mér hann fjarska skrautlegur. Þaðan
sáum við vel út á fjörðinn, og sáum við þá, hvar Esja var að
koma.
Klukkan var eitthvað um þrjú, þegar lagt var af stað frá
Sauðárkrók. Veðrið var heldur gott. Var komið við á Skaga-
strönd og Blönduós — og svo haldið beina leið til Isafjarðar. Eg
var ekkert sjóveik og þess vegna vel hress á leiðinni, enda var
skipið ekki nema sólarhring til Isafjarðar. 29. september kom ég
svo heim til Súgandafjarðar á mótorbát (Mími).
II
í vor, 1924, lagði ég af stað í þriðja sinn í kaupavinnu til
Skagafjarðar ásamt tveimur öðrum stúlkum. Við lögðum af stað
kl. 6 á miðvikudagsmorgun 18. júní á m/b Sigurvon til Onund-
arfjarðar. Veðrið var hið bezta, og komum við til Flateyrar kl.
1 Sigríður Björnsdóttir, kona Konráðs Arngrímssonar.
96