Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 121
SKRIFTARKUNNÁTTA UM 1840
vargjöf, sem fyrst og fremst kom niður á karlmönnum, en þar
hefur gjaman þótt minna um næðissaman starfa sem lífsbjörgin var
háð aðdrátmm bæði til lands og sjávar. Þá er þess að geta, ef fara á í
mannjöfnuð prestanna, að Stefán Þorvaldsson, er sat Knapps-
staði 1835 — 1843, hafði stundað kennslu fyrir prestskap og þótti
auk þess dugnaðar- og framfaramaður, en hið sama verður vart
sagt um Jón Reykjalín á Fagranesi 1824—1839, er sagður var
gáfumaður, en drykkfelldur og ráðlítill. Skrifandi í þessum
sóknum eru alls 33 karlar, eða 36.2%, og 12 konur, eða 10.9%;
að samanlögðu 45, eða 22.4% að meðaltali. Oskrifandi eru 156,
eða 77.6%.
Hlutfallstölur úr öðrum sóknum, þar sem líkindareikningur
er viðhafður að meira eða minna leyti, eru frá 23.8%—59.5%
meðal karlmanna og 11.5%—21.5% meðal kvenna. Enginn dóm-
ur skal lagður á réttmæti þessara síðastnefndu talna, þar sem
grundvöllur þeirra er í alla staði ótraustur, eins og fyrr hefur
verið bent á. Þá mun heldur engum getum að því leitt, hvort
raunhæft væri að álykta, að aðrar hlutfallstölur en hér hafa verið
reiknaðar, hefðu fengizt, hvort heldur um er að ræða almenna
rithæfni, eða hvað varðar þá menn, sem vel þóttu skrifandi,
hefðu skýrar upplýsingar legið fyrir úr öllu prófastsdæminu.
Samkvæmt því, sem hér hefur verið haft fyrir satt, er ekki úr
vegi að leiða hugann að þeim grúa handrita, sem til er hérlendis
frá því fyrir miðja 19. öld. Þau miklu skrif hafa stundum þótt
bera vott um, hversu útbreidd ritleikni var meðal landsmanna,
jafnvel mjög umfram aðrar þjóðir. Það skyldi þó aldrei vera, að
obbinn af öllum þessum andlega auði sé handbragð tiltölulega
fárra manna, er sáu að mestu óskrifandi en vel læsri alþýðu fyrir
bókmenntum, sem lengst af hafði verið bannað að prenta? Þar sem
höfundi þessarar ritgerðar er ekki kunnugt um, að gerðar hafi
verið athuganir af þessu tagi á hliðstæðum heimildum úr öðrum
prófastsdæmum, er engum samanburði til að dreifa. Jafnvel
þótt slíkt væri mögulegt, yrði þess háttar tilraun í meira lagi
119