Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 175
HEFÐARFÓLK Á FERÐ
meðan ær eru mylkar og geymt til vetrarins. Það er bragðgott
og veitir mönnum heilnæma fylli.
Heimilisfólk spurði okkur í þaula um England og Eng-
lendinga meðan við borðuðum; fjölmennt skyldulið
húsráðenda virtist bergnumið af návist okkar. Og það spurði,
hvað þeir hlutir kostuðu, sem við höfðum meðferðis eða vorum
í. Við buðum gestgjafa okkar og tveimur vina hans að bragða á
ostinum okkar og súkkulaðinu, og eftir hvern bita tók hver
þeirra í hönd allra karlanna í fylgdarliði okkar, og konur þær,
sem nutu málsverðarins með okkur, kysstu mig og ungfrú T.
mjög blíðlega eftir að hafa tekið í hönd piltanna.
Stéttaskipting er óþekkt á Islandi, í rauninni er enginn aðall
til í okkar skilningi, og fáir ef nokkrir auðmenn búa á landinu.
Eg held biskupinn sé auðugastur manna með 150 sterlings-
punda árstekjur, og í einfeldni sinni telur fólk það mikil auðæfi.
Kaffi og skyr fyrir okkur sjö kostaði 7Vi kr., og slík upphæð
ætti að vera við hæfi allra ferðamanna. I höfnum á Islandi sem
annars staðar urðum við samt að vera á varðbergi til þess að við
yrðum ekki blekkt, því að fólk trúði að því er virtist, að
Englendingar ættu fullar hendur fjár.
I grennd bæjarhúsa á Reykjum voru nokkrar heitar laugar,
sem við gengum að og skoðuðum af miklum áhuga, hvernig
vatnið kraumaði á yfirborðinu. Fast við eina þessara lauga
tókum við eftir stórum opnum stampi, þar sem fatnaður fólks-
ins var þveginn í vatni, sem náttúran lagði til með þessum hætti.
En vatnið var gult og lagði af því brennisteinsþef; það upplitaði
samt sem áður ekki fatnaðinn.
Umhverfis bæjarhús var að venju staflað harðfiski. Það er
erfitt að lýsa fyrir ókunnugum þeim fnyk, sem leggur af þeirri
fæðu. Lýsi er framleitt í miklum mæli á Islandi og flutt út til
Englands, þar sem það er hreinsað. Ef aðdáendur þorskalýsis —
ég veit, að svo einkennilegt fólk er til — nálguðust fram-
leiðslustað, er ég þess fullviss, að þeir gætu ekki bragðað lýsi
framar.
173