Skagfirðingabók - 01.01.1983, Síða 119
SKRIFTARKUNNÁTTA UM 1840
í Mælifells- og Reykjasóknum árið 1839 segir, að „flestir, þó
ekki allir sóknabændur, sem eru nálægt 30, kunni dálítið að
skrifa, en enginn rétt vel.“ Þetta ár voru lögbýlisbændur 35 af
46 búendum, svo augljóst er, að átt er við fyrri töluna. Karl-
menn voru 126, og sé miðað við, að 30 þeirra hafi verið eitthvað
skrifandi, verða það 23.8%. Sama tala, „nálega 30%“, er nefnd
um konur. Þær voru 136, svo nærri lagi gætu verið 21.5%.
I Goðdala- og Abæjarsóknum eru árið 1840 flestir bændur,
svo og nokkrir af „undirmönnum" sagðir „að nafninu til skrif-
andi“. Af konum „ekki fleiri en helmingur að tiltölu við
karlkynið“. Þá voru í sókninni 33 húsbændur eða fyrirvinnur á
lögbýlum og hjáleigum, en eðlilegast virðist að miða við þá
tölu, enda er hreppstjórinn m. a. í hópi þeirra, sem sitja hjáleig-
urnar. Þar sem flestir bændur, en ekki allir, geta eitthvað
skrifað, og auk þess fáeinir undirmenn, mætti með nokkrum
rökum nota þessar tölur sem viðmiðun. Karlmenn voru 70, og
ættu því um 47.1% að hafa kunnað eitthvað fyrir sér. Konur
eru taldar helmingi færri en karlar, sem geta dregið til stafs, það
er u. þ. b. 16. Þær voru 89 þetta ár, svo út kemur af sama
hlutfalli 18%. Fullorðnir voru 159, en að samanlögðu skrifandi
49, er svarar til 30.8%, óskrifandi 110 eða 69.2%.
I Rípursókn eru 4 menn sagðir vel skrifandi. Ef miðað er við
tölu húsbænda, sem eru 20 þetta ár, verður hlutfall þeirra, sem
svo sterkt er tekið til orða um, 20%, eða hið sama og í Fagra-
ness- og Sjávarborgarsóknum.
Þegar litið er á aðrar sóknir en þær, sem hér hefur sérstaklega
verið um fjallað, sést, að þar eru engar tölur nefndar og orðalag
svo almennt og óljóst, að ekki verður neitt af ráðið. Þetta er
þeim mun bagalegra, að um er að ræða allar sóknir í Austur-
Skagafirði, nema tvær þær langsmæstu innst og yzt. Ef eitthvað
má marka af þessum svörum, virðist helzt sem víðast sé tekið
sterkar til orða um rithæfni manna að austanverðu, þegar
Fljótin, nema Stíflan, eru frátalin. Hugsanleg skýring væri, að
þarna eimdi eftir af áhrifum Hólaskóla, sem lagður var niður
117