Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 129
LÝSING HÚSA í VALADAL
sem stóð undir vesturhlið móti glugga, var oftast kallað gesta-
rúm. Þar sváfu vanalega gestir þeir, er ekki sváfu í stofu.
Nú hefi ég lýst húsgögnum og tilhögun í stofu og baðstofu.
Mun mörgum þykja þar smátt til tínt og óskipulega frá sagt.
Fremra búrið, sem áður er sagt frá, var notað fyrir mjólkur-
hús á sumrum, en að nokkru leyti fyrir eldivið að vetrinum. I
innra búri var stórt borð, er skammtað var við. Diskarekk var
yfir því. Að öðru leyti var þétt skipað af súrmatarílátum,
sláturtunnum og skyrsáum. Þeir voru misstórir, sumir tóku 1 —
3 og allt uppí 4 tunnur. Það voru feiknastór ílát, enda varð ætíð,
er þeir voru færðir inn eða út úr húsum, að rjúfa stærðar göt á
þekjuna.
Bæjardyr voru lítið notaðar til geymslu að öðru leyti en því,
að þar stóð eitthvað af kistum. Malkvörn stóð í horni stofu-
megin á vetrum, en á sumrin gekk hún fyrir vatni, eins og síðar
verður getið. Upp í dyraloft lá stigi innan við stofuloftsinngang.
Fyrir enda þess var þiljað og skrálæst hurð fyrir; á því geymd
skreið, fjallagrös, skinnavara, hangikjöt og haustull.
Á stofulofti kenndi margra grasa. Þar var kornmatur í kistum
og tunnum, tóskaparull í pokum, tólgarskildir og tólgarbelgir,
kista með kaffi og sykri og mörg brennivínsílát: heilanker eitt,
hálfanker eitt, kvartil og nokkrir kútar af ýmsum stærðum.
Þetta kann að þykja ýkjukennt, en satt er það þó. Smærri stykki
af hangikjöti voru geymd þar, svo sem bringukollar og magálar.
Norðurskálinn var lakasta húsið að því leyti, að hann var
rakasæll. Þar var aðal geymslan saltkjötsílát og ýmislegt fleira,
er þoldi raka og ekki mátti gisna, svo sem mjólkurtrog og
kollur, sem ekki voru í brúki.
Þá kem ég að síðasta bæjarhúsinu, eldhúsi. Inngangur í það
var framan við vestari stafn. Við hinn stafninn stóðu hlóðin.
Þau voru þannig gjörð, að grjótbálkur var hlaðinn þvert yfir
húsið. Þegar hann þótti orðinn hæfilega hár undir hlóð, voru
byggðir grjótkampar upp með báðum hliðarveggjum, og einnig
var hlaðið jafn hátt upp með stafni. Þessi hleðsla var meira eða
127