Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 146
SKAGFIRÐINGABÓK
voru, má nefna „Nýársnóttina“ eftir Indriða Einarsson. Var
hún leikin 9 sinnum og þótti takast ágæta vel. Leikfimi og
glímur voru einnig sýndar. Tvö kvöld vikunnar voru málfundir,
og fluttu þar erindi Jón Björnsson sýslunefndarmaður á Bakka í
Viðvíkursveit og cand. jur. Magnús Jónsson frá Mel. Töluðu
þeir um sveitamenningu og kaupstaðamenningu. En seinna
kvöldið voru þeir frummælendur prestarnir sr. Halldór Kol-
beins á Mælifelli og sr. Björn Björnsson í Viðvík, og töluðu um
„hugsjónir sæluvikunnar". Allt voru þetta snjöll erindi og vel
flutt, og urðu um þau miklar umræður.
I sumar sem leið var góður gestur á ferð hér, sem kom vestan
um haf. Var það Soffonías Thorkelsson. Hann ferðaðist all-
mikið um hér, enda á hann hér frændur og vini víða í Skagafirði.
Var óneitanlega gaman að spjalla við þann fróða og greinda
mann, og þó hefi eg enn meira gaman af að lesa pistla þá í
Heimskringlu, sem hann skrifar um ferðina, því glöggt er hjá
honum gestsaugað. Og alltaf hefir maður gaman af að sjá sjálfan
sig í spegli, ef það er ekki mjög mikill spéspegill! Væri óskandi
að þeim færi fjölgandi, sem leita hingað vestan yfir, er stríði
þessu lýkur, og ferðir verða beinar og hættulausar milli Islands
og Ameríku.
Séra Jakob Jónsson, sem nú er prestur í Reykjavík, hefir flutt
marga fróðlega og snjalla fyrirlestra um líf og háttu Vestur-
íslendinga, sem okkur hefir verið hin mesta unun að hlýða á,
enda hafa þeir verið prýðilega fluttir. — Eins má segja, að
Þjóðræknisfélag Islendinga hér hafi líka á ýmsan hátt aukið
kynningu milli Islendinga hér og vestra, og er gott eitt um það
að segja, og vonar maður að það fari ekki dvínandi.
144