Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 159
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
Eg sé það á Vesturheimsblöðunum, að myndarlega hefir
verið haldið upp á 25 ára afmæli Þjóðræknisfélagsins, og er það
vel, því það er bæði stórmyndarlegur og þýðingarmikill félags-
skapur, og gert hefir það sitt til, að afmælið yrði eftirminni-
legra, að biskup vor skyldi mæta þar fyrir landsins hönd, því
vafamál er, að héðan hefði farið heppilegri fulltrúi, enda er að
sjá af fregnum vestanað, sem ferð hans hafi verið óslitin sigur-
för. Þetta finnst mér spá góðu um framtíðina, að þjóðin hér og
þjóðarbrotið vestra skiptist á að senda sína beztu syni hvor til
annarrar til að tengja ættarböndin og vináttu sem allra bezt. Og
þegar stríðinu lýkur og flugsamgöngur verða teknar upp og öll
sú tækni, sem nú er notuð í þágu ófriðarins, verður tekin í
þjónustu friðarins, þá verður sá fjörður milli frænda ekki eins
örðugur yfirferðar, eins og hann hefir verið fram að þessu.
Vel er Sögufélag Skagfirðinga lifandi. Hefir komið út bók ein
mikil á þessu ári eftir Brynleif Tobíasson, kennara á Akureyri,
en hann er Skagfirðingur, ættaður frá Geldingaholti. Hún heitir
„Heim að Hólum“, og er saga þess mikla og ágæta staðar, stórt
rit og eigulegt. Einnig hefir félagið beitt sér fyrir því, að
kirkjubækur sýslunnar, sem komnar voru suður á Þjóðskjala-
safnið, voru allar afritaðar. Er það verk nú búið, og eru þær
allar hér á bókasafninu, svo nú þurfa ættfræðingar og aðrir, sem
í fornfræðum grúska, ekki lengra, og er það mikið hagræði og
menningarauki fyrir héraðið. — Skagfirðingar búsettir í Reykja-
vík kostuðu þessar afskriftir, sem kostuðu mikið fé, og sýndu
með því hlýhug sinn til héraðsins, og má geta þess hér þeim til
maklegs lofs.
Þá hefir sýslan með höndum mikið stórvirki, þar sem skóg-
ræktin er. Fékk hún mikið land hjá Varmahlíðarfélaginu sunnan
í Reykjarhólnum, og á nú í sumar að girða það og setja upp
skógræktarstöð. Er það þarft verk, og hyggja allir gott til, því
segja má, að þetta fagra hérað hafi flest til síns ágætis nema
skóginn. „Fagur verður dalur og fyllist skógi.“
157