Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 17
HARTMANN ÁSGRÍMSSON í KOLKUÓSI
Hann var söðlasmiður og hún ljósmóðir. Þau fluttust til Vestur-
heims 1903.
Arið 1901 hóf Hartmann verzlun í Kolkuósi og sama ár
búskap í Langhúsum, á hluta af jörðinni, með búsetu í
Kolkuósi. Langhús keypti hann árið 1910.
Um þessar mundir vildi Hartmann kaupa spildu norðan af
Brimneslandi, en Sigurlaug í Brimnesi, tengdamóðir hans, vildi
það ekki og sagði, að hann mundi veðsetja þetta land fyrir
verzlunarskuldum, en Svaðastaðafólki mun ekki hafa verið að
skapi að veðsetja fasteignir og fundizt, að þá væru þær ekki eign
lengur. Löngu síðar, eða tuttugu árum eftir að Sigurlaug Þor-
kelsdóttir safnaðist til feðra sinna, keypti Hartmann Brimnes-
land það, er hann áður vildi fá.
Árið 1901, þegar Hartmann flutti heimili sitt að Kolkuósi og
hóf þar verzlun, var Einar Jónsson bóndi og hreppstjóri í
Brimnesi í félagi við hann með verzlunina. Einar átti Margréti
Símonardóttur, systur Kristínar í Kolkuósi.
Árið 1891 var kirkjan að Miklabæ í Oslandshlíð lögð niður,
og litlu síðar fauk hún eða skekktist á grunni, og þar á eftir var
hún rifin. Þeir Hartmann og Einar í Brimnesi keyptu grindina,
fluttu hana til Kolkuóss, klæddu hana og settu þak á og hófu
verzlun í því húsi. En þessi félagsverzlun stóð ekki nema eitt ár.
Þá var kirkjugrindin flutt að Brimnesi, þar sem byggt var utan
um hana, og stóð hún þar lengi síðan sem geymsluhús. Kannski
hefur það verið tákn um gæfu og gengi Hartmanns í Kolkuósi,
að verzlun hans hófst innan vígðra viða.
Þegar verzlunarfélagi Hartmanns og Einars í Brimnesi lauk,
hófust miklar framkvæmdir í Kolkuósi. Árið 1903 var reist hús
yfir verzlunina og sama ár var byggð neðri hæð íbúðarhúss yfir
kjallara og efri hæð á næsta ári. Verzlunarhúsið var timburhús,
og er það ekki lengur til. Ibúðarhúsið stendur enn og er hið
reisulegasta; timburhús á hlöðnum kjallaraveggjum.
Árið 1913 reisti Hartmann sláturhús úr steinsteypu, sem enn
stendur, og árið eftir réttarhús, áfast við að vestan, úr sama efni.
15