Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 168
SK.AGFIRÐINGABÓK
þeir tjáðu með andlitsdráttum sínum áhyggjur, gleði eða
vonbrigði, þegar þeim eða öðrum voru slegnar hinar langþráðu
vörur. Þessi samkunda hlýtur að hafa verið fjarska mikilvæg
þessu fátæka fólki, þar sem vellíðan þess að vetrinum færi mjög
eftir því, hversu hér tækist til. Hins vegar hefur vaninn sljóvgað
svo viðbrögð þeirra, að þessa stórviðburðar gætti lítt í fasi
þeirra.
Ekki höfðu vörurnar fyrr verið slegnar hæstbjóðanda en
áhöfnin tíndi þær til og afhenti eigendum með atbeina túlks.
Bændur lögðu síðan af stað heimleiðis, en talsverður hluti
góssins varð þó eftir á kambinum og beið þess, að eigendur
kæmu aðra ferð. . . .
Sauðárkróksbúar urðu vitni að óvenjulegum útreiðartúr okk-
ar. I áfangastað vorum við vön því að kanna nærsveitir af
hestbaki og komum því að máli við veitingamanninn á Sauðár-
króki til að fá hesta. Var okkur tjáð, að einungis einn söðull
væri til á staðnum. Veitingamaðurinn1 réð ráðum sínum við
félaga mína, og fylgdust þorpsbúar með af áfergju; voru greini-
lega áhugasamir um framvindu mála. Seint og um síðir hvarf
einn áhorfandinn á brott, en kom innan tíðar sigri hrósandi með
söðul, sem þarlendar konur notuðu. Ungfrú T. fékk þennan
söðul, en annan var þar ekki að fá, svo ég hafði um tvennt að
velja, annaðhvort verða eftir eða sigrast á þeim erfiðleikum, sem
því fylgja að sitja söðulvega í hnakk. Eg var ekkert að tvínóna
og steig á bak, en félagar mínir brostu í kampinn. Þorpsbúar
fylgdust með, en létu engin viðbrögð í ljós, þótt mig vantaði
stuðning söðulbogans og það yki talsvert á vandkvæði mín að
sitja hestinn. Og við iögðum af stað með leiðsögumann í broddi
fylkingar.2 Meðan hesturinn fór fetið, leið mér svo vel, að ég
1 Veitingamaður á Sauðárkróki var um þessar mundir Arni Arnason, fyrsti
íbúi staðarins.
2 Ekki er með öllu ljóst, hver var leiðsögumaður, en annaðhvort hefur það
verið Páll Halldórsson, sem hóf búskap á Reykjum þetta ár, eða þó fremur
Þorleifur Jónsson, sem fluttist frá Reykjum til Sauðárkróks árið 1888.
166