Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 59
BRÉF BALDVINS EINARSSONAR
Kaupmannah. þridia dag Hvítasunnu 1831.
Hiartkæri hærstvirdi Fadir minn!
I gærkvöldi lét kaupmadr Havsteen segia mér ad hann
ætladi af stad í dag, eg vard hreint hissa, þvíad eg átti eptir
ad skrifa öllum höfdíngiunum í Skagafirdi, kunníngium
mínum, eg setti mig þá nidr og rispadi hvörium þeirra sína
línuna hvörium, en þó svo fliótt og ílla og stutt, ad þeir
halda víst eg sé nú ordin svo stolltr, ad eg siái þeim nú yfir
höfud, þ. e. ad eg sé ordin mesti gikkr. Eg rispadi þér
einnigin faeinar línur, en ætladi ad senda þér lengra bréf
seinna. Þegar eg var búin ad skrifa fór eg med bréfin til
Havst., en þá sagdi hann mér ad hann mundi eigi komast
af stad fyrri enn á morgun eda hinn dagin; Eg sest því nidr
í kvöld, eptir dags erfidid, til ad skrifa þér til.
Af mér er ekkert frétta sídan seinast, mér lídr vel,
konan or ordin frísk og heilbrygd, og hann Einar litli
dafnar ákafliga vel, hann er nú 8 vikna í kvöld, og er ordin
mikid stór. Fólk segir ad hann sé mikid fallegr hann líkist
nokkud í bádar ættir ad útliti, ad því sem mönnum virdist.
Mér þykir óveniu vænt um hann, og konunni ekki sídr.
Eg er nú ad lesa til Examens, og þad læt eg nú gánga í
sumar, Nú er farid ad prenta svarid mitt sídara til Prof
Rask, þad verdr hönum skeinuhætt, enda mun hönum
eigi hafa þókt betr þegar hann vissi ad eg var gengin á
hólm við hann, því hann þekti mig ádur. Þetta kver sem
eg sendi hönum núna verdr 6 Arkir ad stærd. Allir hæla
fyrra ritinu eda forelobigt Svar,1 sem eg géf um ad hæli
1 Fyrri pési Baldvins gegn Rask: Forelöbigt Svar paa Prof. Rasks Gjenmæle
mod „Anmældelsen af Prof. C. C. Rafns Oversættelser af Jomsvíkínga
57