Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 31
HARTMANN ÁSGRÍMSSON í KOLKUÓSI
„Á seinni árum ræktaði hann þar, eftir leiðbeiningum Theo-
dórs Arnbjarnarsonar ráðunautar, rómað reiðhestakyn. Er það-
an komið margt góðhesta."
I tímaritinu Hesturinn okkar 21. árg. 1980, 2. tbl., bls. 78,
skrifar Gunnar Bjarnason:
„Hrossastofninn á Kolkuósi í Skagafirði hefur verið einn
bezti gæðingastofn landsins frá því um 1930. Hartmann Ás-
grímsson kom sér upp ágætum stóðhesti undan gæðingshryssu
og gamla Sörla frá Svaðastöðum, og var það Hörður (nr. 112),
sem hér var áður nefndur. Kolkuósstofninn er ekki alveg hreinn
Svaðastaðastofn frekar en ættir út af Hofstaða-Brún (nr. 169),
en þarna er um að ræða greinar þaðan með miklum stofn-
einkennum.“
I Eiðfaxa 2., 1979 skrifar Sigurmon Hartmannsson um
Kolkuóshrossin. Þar er skráð meðal annars:
„Svona um það bil, er eg fór að hafa aldur til að hugsa um
þessi mál, kom Theodór heitinn Arnbjörnsson fram á sjónar-
sviðið. Hingað kom hann oft, og eg heyrði á tal hans og föður
míns, en þá hafði faðir minn komizt yfir nokkrar hryssur út af
hrossum úr búi Jóns Benediktssonar á Hólum, er höfðu glopr-
azt úr höndum hans til nágranna þarna í sveitinni, og voru út af
hans afburðahryssu, Hólagránu, er annáluð var á þeim tíma hér
austan vatna, og var valin úr Svaðastaðastóðinu um 1860 í hans
bú. Hún átti að taka öllu öðru fram hér um slóðir, enda nóg efni
þar í garði.
Afkomendur þessarra hrossa voru í mínu minni hér í ná-
grenni Hóla; Hofi, Reykjum, Nautabúi, Efra-Ási og fleiri
bæjum.
Nanna föður míns var frá Efra-Ási og öll hross hans og mín
eiga til hennar ætt að rekja, auk þess kaupir faðir minn nokkrar
hryssur af Gísla á Hofi um 1920, en þeir Jón voru einmitt
sambýlismenn á Hofi síðustu ár hans hér á landi, og til Gísla
lentu þau af hrossum Jóns, er síðast slitnuðu úr hans búi hér.
Theodór getur þess í bók sinni Hestar um ættartengsl Nönnu
29