Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 171
HEFÐARFÓLK Á FERÐ
Það er ekki eins þreytandi að ríða í hnakk og söðli, og brátt
fannst mér það miklu skemmtilegra, sérstaklega þegar farið er
um hrjóstur. Arangur minn stappaði stálinu í ungfrú T., og hún
fylgdi fordæmi mínu. Hristingurinn var að gera út af við hana í
söðlinum, og að auki var útsýni hennar mjög einhliða. Við
vorum báðar óþreyttar eftir þessa 25 mílna reið, og upp frá
þessu riðum við í hnakk. . . .
Við riðum út í Reyki, 10 til 12 mílur frá Sauðárkróki, en þar
eru heitar laugar. Vegurinn var fjarska lélegur, og við vorum
næstum þrjá tíma á leiðinni; að vísu áðum við á hálftíma fresti
til að gera við biluð reiðtygi. A hnakknum mínum var ein gjörð
og hún léleg, styrkt með ólarspotta. Klárinn hafði brokkað
skamma stund þegar hnakkurinn snaraðist og ég auðvitað með.
Þetta er eina byltan, sem ég hef hlotið um ævina og af íslenzk-
um smáhesti! Mér gramdist mjög þetta óhapp — að ég
skyldi ekki halda jafnvægi! En ég fékk uppreisn æru innan tíðar
þegar fylgdarmaður okkar og hestur hans kútveltust þrjá hringi
niður brekku, og maðurinn hvarf sjónum okkar. En bráðlega
skreið hann undan skepnunni, hristi sig og steig á bak. Ekki get
ég ímyndað mér, hvernig hann slapp án þess að brjóta í sér
hvert bein, því að landið var hrjóstrugt og stórgrýtt.
Skömmu eftir að við héldum frá Sauðárkróki, veittum við
athygli ungum Islendingi, sem elti okkur. Og þegar ég datt af
baki, nálgaðist hann okkur hæversklega og bauð mér hest sinn
og hnakk. Eg þá boð hans með þökkum, og hann steig á bak
mínum hesti í staðinn og reið í hnakknum ógyrtum. Hann sat
hestinn afar fallega og hélt jafnvæginu snilldarlega. Þessi maður
reyndist okkur betri en enginn, því að hann talaði reiprennandi
ensku og var einkar vel gefinn og viðræðugóður. Hann kvaðst
ætla til Kaupmannahafnar og nema tungumál til undirbúnings
kennarastarfi í Reykjavík. Við komumst að raun um, að hann
kunni ensku, frönsku, latínu og dönsku. Ekki veit ég, hvað
hann hét, en hann lagði þegar á hest sinn, þegar hann frétti af
ferðum okkar, því hann vildi vita, hvernig við værum í hátt og
169