Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 44
SKAGFIRÐINGABÓK
blundað með mörgum. Tíminn var að sönnu hliðhollur slíkum
draumum, en einhvern þurfti til að hefja umræður og enginn
var jafn brennandi í andanum og Baldvin Einarsson.
Auk þess sem segir hér síðar um viðtakanda bréfanna, Einar á
Hraunum, skal rétt drepið á umsögn prestsins 1832 um heim-
ilisfólk á Hraunum. Þá eru 18 manns í heimili, allir lesandi en
um elstu konuna 66 ára niðursetning segir: hefur lesið, skikkan-
leg kerling, kann margt. Um Einar segir: dagfarsbesti maður,
mesti gáfumaður. Hann er 58 ára. Kona hans, Guðrún Péturs-
dóttir, 64 ára fær sömu einkunn og hún sé guðhrædd kona,
allvel gáfuð. Bessi Einarsson 26 ára er skikkanlegur, ráðvandur,
vel að sér. Guðmundur Einarsson 21 árs er hægferðugur, líkur
föður, gáfumaður, allvel að sér. Olöf Einarsdóttir 20 ára,
siðprúð stúlka, vel gáfuð. I heimilinu eru 4 vinnumenn (þeir eru
alltaf taldir á undan kvenfólkinu í kirkjubókunum, jafnvel þó
aðeins sé um stráklinga að ræða) og er einn giftur með eina
dóttur og konu sína, vinnukonur eru sex og um eina þeirra 43
ára segir að hún sé skapglögg og vel að sér. Fjórar vinnukonur
eru sæmilega að sér, ein er allvel gáfuð. Einn vinnumaður er í
meðallagi gáfaður, sá næsti er lakar gáfaður, sá þriðji vel
gáfaður, sá fjórði allvel að sér. Sá sem rekur lestina er drengur
lVá árs, tökubarn. Um bókakost heimilisins segir: lestrarbækur
yfirfljótanlegar.
Bréf þau sem hér eru birt eru öll varðveitt í handritadeild
Landsbókasafns í Lbs. 351 fol., Lbs. 386 fol., Lbs. 2591, 4to. Á
stöku stað eru pennaglöp leiðrétt án þess sé sérstaklega getið.
Bréfin eru birt stafrétt og bera með sér að Baldvin Einarsson var
ekki vandvirkur bréfritari.
Þar sem orð eða bókstafi vantar er þeim bætt í innan horn-
klofa. Stafir eða orð sem vantar í frá upphafi eru sett innan
oddklofa.
42