Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 26
SKAGFIRÐINGABÓK
greiða framlag til símans og fá símastöð í Kolkuósi, en Hart-
mann hafði sitt fram. I sýsluskjölum er kvittun frá sýslumanni
24. nóvember 1910, þar sem skrifað er, að Hartmann oddviti
hafi greitt lofað framlag Viðvíkurhrepps 520 krónur.
Árið 1918 var rjómabúið á Gljúfuráreyrum hætt störfum. F*ar var
allstórt hús í góðu standi, og þar höfðu stundum verið haldnir
almennir sveitarfundir. Húsið var selt. Guðjón Gunnlaugsson,
bóndi og smiður í Vatnskoti í Hegranesi, gerði boð í það, en
Hartmann oddviti í Kolkuósi gekk í það boð fyrir hönd
hreppsins, upp á væntanlegt samþykki almenns sveitarfundar.
Á þessum tíma hafði verið stofnað heimilisiðnaðarfélag í
Viðvíkurhreppi. Margrét í Brimnesi mun hafa átt frumkvæði að
því og var í stjórn. Félag þetta starfaði mörg ár, og kom Margrét
því til leiðar, að haldin var heimilisiðnaðarsýning í Kolku-
ósi.
Á þessum tíma voru margar hefðarkonur í Viðvíkurhreppi,
sem voru í heimilisiðnaðarfélaginu, svo sem þessar: Margrét í
Brimnesi, Kristín í Kolkuósi, Anna Sigurðardóttir í Viðvík,
Elínborg Björnsdóttir í Kýrholti, Hildur Björnsdóttir á Vatns-
leysu, Hólmfríður Sigfúsdóttir í Ásgeirsbrekku, Guðrún Bergs-
dóttir í Hofdölum og Kristrún Jósefsdóttir á Hofstöðum.
Konurnar í heimilisiðnaðarfélaginu vildu, að Viðvíkurhrepp-
ur keypti rjómaskálann á Gljúfráreyrum, og það vissi Hart-
mann vel. Svo var almennur sveitarfundur haldinn í Ásgeirs-
brekku til þess að ákveða, hvort hreppurinn ætti að kaupa
húsið. Konur voru þar margar og greiddu atkvæði með, en
ýmsir voru á móti; þeir sem litlu vildu kosta til og una við það,
sem verið hafði. Einn þeirra bænda var Sigurður Björnsson í
Hofstaðaseli. Að sögn var haft eftir honum, að konur ættu ekki
að hafa kosningarétt og hefðu ekkert með hann að gera. Setning
Sigurðar í Seli var lengri, en seinni hluti hennar verður ekki
skráður nú. Sagt hefur verið, að Margrét í Brimnesi hafi aldrei
24