Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 86
SKAGFIRÐINGABÓK
Bjarni sagði líka að hver íslenskur fjósamaður væri Rask fremri
í málinu ef út í það væri farið.
Þegar Jón Sigurðsson skrifar æviágripið 1848 (en helstu atriði
um feril Baldvins framan af ævi hafði hann fengið 1844 frá
föður Baldvins, Einari Guðmundssyni) og sakfellir landa sína,
nema Finn Magnússon, en hlífir jafnframt Rafn, Rask og Finni
Magnússyni, er C. C. Rafn enn í fullu fjöri að gefa út fyrir
Fornfræðafélagið og hafði Jón unnið ýmislegt fyrir það frá
árinu 1835. Finnur Magnússon leyndarskjalavörður hafði verið
í stjórn félagsins frá 1828 en dó 24. desember 1847. Þann sama
dag skrifar Rafn Jóni og tilkynnir honum veitingu
skjalavarðarstöðu hjá Fornfræðafélaginu. Brynjólfur Pétursson
segir í bréfi til Jóns bróður síns 29. febr. — 7. mars 1848 að
Finnur hafi „útvegað Jóni hjá Kristjáni konungi 600 dala laun
árlega, sem bókaverði við nokkurn part af skjalasafni
fornfræðafjelagsins" (Lbs. 1934, 4to). Jón hafði verið ritari
(arkivsekreteri) fyrir 200 rd. laun, nú varð hann skjalavörður
(arkivar) fyrir 600 rd. laun, þó aðeins ráðinn til tveggja ára.
Þessi laun voru felld niður af kennslumálastjórninni þegar á
næsta ári (til að spara vegna Slésvíkur styrjaldar, og „myndi nú
Jón hafa verið allilla kominn" segir Páll E. Olason (JS I, 324), en
þeir vinir hans í Fornfræðafélaginu björguðu við málinu.
Nú líður og bíður til ársins 1866. Þá er Hið ísl. bókmenntafé-
lag fimmtíu ára og Jón Sigurðsson forseti rekur sögu félagsins
mjög rækilega (prentuð í Kaupmannahöfn 1867: Hið íslenzka
bókmenntafélag. Stofnan félagsins og athafnir um fyrstu fimm-
tíu árin 1816 — 1866). Þar segir JS svo frá deilunni í Fornfræðafé-
laginu (sem hafði mikil áhrif einnig í bókmenntafélaginu þar
sem Rask sagði af sér forsetadæmi): „ . . . flestir meðal hinna
ýngri Islendínga héldu með Baldvin, svo að enda ekki allfáir á
báðar hendur gjörðu úr þessu einskonar keppnismál milli Is-
lendínga og Dana. Rask tók það sárt, að hafa mótstöðumenn
sína meðal Islendínga, og það því heldur, sem hann átti í vök að
verjast meðal landa sinna, einkanlega út af því, að hann vildi
84