Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 16
SKAGFIRÐINGABÓK
verzlun að sumrinu. Stóð svo fram yfir síðustu aldamót. I
Kolbeinsárósi höfðu fyrst búsetu svo kunnugt sé Tómas Isleiks-
son söðlasmiður og kona hans Guðrún Jóelsdóttir ljósmóðir.
Fluttu þau þangað 1891. Um aldamótin 1900 reisti Hartmann
Asgrímsson íbúðarhús í Kolbeinsárósi og stofnsetti þar verzl-
un. Arið 1901 tók hann sér þar fasta búsetu ásamt konu sinni
Kristínu Símonardóttur frá Brimnesi. Rak hann þar verzlun og
búskap um langt skeið.
Býlið Kolbeinsárós hefur fengið nyrzta hluta Viðvíkurlands,
það er tunguna milli Kolbeinsár og sjávar suður að löndum
Brimness og Ásgarðs (Langhúsa). Auk þess hefur eigandi Kol-
beinsáróss keypt undir býlið sneið norðan af Brimneslandi.
Kolbeinsárós er ekki talinn í búnaðarskýrslum með mati á landi
og húsum fyrr en 1934. Arið 1942 var Kolbeinsárós metinn á
157 hundruð kr. Núverandi eigandi býlisins er Kristín Símonar-
dóttir. Verzlunarlóðin og Elínarhólmi eru undanskilin og eru
eign ríkisins."
Búendatalið er miðað við 1948 — 1950. Þess vegna er Kristín
Símonardóttir skráð eigandi Kolkuóss.
Hartmann andaðist í ágúst 1948, en Kristín var á lífi til 1956.
Séra Zophónias Halldórsson, prófastur í Viðvík, hafði ráð
yfir löndum staðarins og studdi það eindregið, að Hartmann
fengi útmælda lóð í Kolkuósi, setti þar á fót verzlun og yrði
búsettur þar.
Fyrir aldamótin voru fjögur verzlunarhús í Kolkuósi, sem
kaupmenn á Sauðárkróki áttu, og auk þess eitt, hið syðsta, sem
var í eigu Pöntunarfélags Skagfirðinga, eða það hafði það á
leigu. Þarna var verzlað yfir sumarið, meðan kaupskip lágu við
Kolkuós. Þessi hús voru ekki stór, byggð með risi yfir. Verzlað
var á neðri hæð, en starfsfólk svaf á loftinu.
Samkvæmt Jarða- og búendatali hófst föst búseta í Kolkuósi
1891. Það voru Tómas Isleiksson og kona hans, Guðrún Jóels-
dóttir, eins og áður er sagt, en þau höfðu engan búskap þar.
14