Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 14
SKAGFIRÐINGABÓK
Arið 1901 urðu þáttaskil í lífi Hartmanns. Það ár gekk hann
að eiga Kristínu Símonardóttur í Brimnesi, og þá hóf hann
verzlun í Kolkuósi og búskap í Langhúsum, í fyrstu á hluta af
jörðinni. Þau Hartmann og Kristín eignuðust þrjá syni:
Þorkell Björn fæddur 4. apríl 1904, Sigurmon fæddur 17.
nóvember 1905, bóndi í Asgarði (áður Langhúsum) og
Kolkuósi, kvæntur Haflínu Marínu Björnsdóttur frá
Saurbæ í Kolbeinsdal og Asgrímur fæddur 13. júlí 1911,
lengi bæjarstjóri í Olafsfirði og er þar enn, kvæntur Helgu
Sigurðardóttur.
Þorkell Björn fór í skóla að Eiðum og andaðist þar 6.
apríl 1924. Hann varð foreldrum sínum harmdauði og
öllum, sem þekktu hann, því hann var að sögn glæsimenni
og góðmenni.
í Jarða- og búendatali Skagafjarðarsýslu er skráð það sem hér
fer á eftir:
„Kolbeinsárós (Kolkuós) í Viðvíkursveit er nyrzt í Viðvíkur-
lándi í hvammi sunnan Kolbeinsár (Kolku), þar sem hún fellur
til sjávar. Kolbeinsárós, sem er í daglegu tali nefndur Kolkuós,
sem er latmæli eða stytting á hinu rétta löggilta nafni, var
aðalhöfn og verzlunarstaður Skagfirðinga á þjóðveldistímanum
og líklega allt fram undir siðaskiptin, og þar hafði biskups-
stóllinn á Hólum aðaluppsátur fyrir skip sín. Þar hafa án efa
verið vörugeymslur og oft hefur verið þar mannmargt í
kauptíðum. Talið er, að nokkru fyrir siðaskipti hafi kirkja eða
bænhús verið reist í Kolbeinsárósi og hafi það verið eina
bjálkakirkjan sem reist var á landi hér. Telja má víst, að
skemmdir á höfninni, sennilega af völdum landbrots, hafi vald-
ið því, að verzlunin fluttist þaðan til Hofsóss, líklega snemma á
16. öld. Arið 1881 var Kolbeinsárós löggiltur verzlunarstaður.
Verzlun mun þó ekki hafa hafizt þar fyrr en um og eftir 1890,
voru það verzlanir á Sauðárkróki er höfðu þar útibú og ráku þar
12