Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 10

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 10
tónlistargáfu hans því að músíkölsk næmni endurspeglast í ástríðu hans fyrir málvísindalegri og textafræðilegri nákvæmni eins og sjá má á verkum hans.“ Haraldur Hreinsson nefnir grein sína ,Átök í Opinberun Jóhannesar. Um ritskýringu Sigurbjörns Einarssonar á Opinberunarbók Jóhannesar“. Þar sýnir Haraldur fram á að líta megi á rit Sigurbjörns sem athyglisverða heimild um tíðaranda áranna í kjölfar seinni heimsstyrjaldar sem og afstöðu hans í hinu guðfræðilega landslagi. Sigurbirni hafi verið mjög í mun að bregðast við hörmungum styrjaldaráranna. Ritskýring Opinberunarbókarinnar, með hefðbundnum erkifjendum sínum, hentaði vel til að koma guðfræðilegum boðskap Sigurbjörns áleiðis við þessar aðstæður. Hjalti Hugason skrifar greinina „Trúarbrögð og trúarstofnanir í upphafi 21. aldar. Hlutverk og áskoranir“. Þar er fjallað um hvernig trú og trúar- stofnanir, einkum á Vesturlöndum, hafa þokast úr miðju samfélagsins út á jaðar þess. Höfundur telur stöðu kirkjunnar og annarra trúarstofnana í framtíðinni „ráðast af því hvort fulltrúar þeirra ná að sýna fram á að hinar trúarlegu hefðir séu hliðhollar líffræðilegum fjölbreytileika, sjálf- bærri nýtingu jarðargæða og félagslegu réttlæti eða hvort þeir líti svo á að hlutverk þeirra sé að standa vörð um núverandi heimsskipan sem byggir á misskiptingu auðs og tækifæra“. Sigurjón Arni Eyjólfsson bregst við grein Hjalta Hugasonar og er í báðum tilfellum um að ræða erindi sem flutt voru á málþingi 20. janúar 2012. Þar segir Sigurjón m.a.: „Spurning er hvort frelsunar- og Kristsfræðin, sem samstæðri guðfræði er svo hugleikin, hjálpi ekki einmitt til við að orða tilvistarvanda mannsins. I samhengi við hana er unnt að ljúka upp víddum firringar og endurlausnar sem einstaklingar í krafti sjálfræðis eigin trúar glíma svo við. Þetta er þáttur sem Hjalti tekur ekki nægilegt tillit til í greiningu sinni.“ Pétur Pétursson skrifar greinina „Nýalismi og dulspeki. Hugmyndafræði íslenskrar borgarastéttar á öðrum og þriðja áratug 20. aldar“. Höfundur færir rök fyrir því að dulspekihreyfingarnar, spíritismi og guðspeki, hafi ásamt frímúrarareglunni gegnt hugmyndafræðilegu hlutverki fyrir nýja íslenska borgarastétt á lokaskeiði sjálfstæðisstjórnmálanna og við upphaf stéttastjórnmála. Sigurður Pálsson skrifar grein um „Börn sem ritskýrendur“. Þar er m.a. glímt við þá spurningu hvort börn geti á sjálfstæðan hátt íhugað og túlkað biblíutexta. I lok greinarinnar eru raktar samræður níu ára drengs og 41 árs prófessors í ritskýringu um eina af dæmisögum Jesú. Þessi grein Sigurðar á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.