Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 34

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 34
í Jesaja 25,7 í frásögninni af veislunni á Síonarfjalli. Orðasambandið hafði alltaf verið túlkað sem einhvers konar skýla á þjóðunum í allegorískum, táknrænum skilningi en Sigurður Örn setti fram nýja og vel rökstudda túlkun sem fólst í því að pane ha=lot væri forsetningarliður sem vísaði til staðarins fýrir framan fortjaldið í musterinu í Jerúsalem sem aðgreindi allar þjóðir jafnt frá hinu allra heilagasta þar sem Jahve opinberar sig. Þannig nær hann að setja fram eðlilega útskýringu á textanum eins og hann stendur án þess að þurfa að grípa til þess örþrifaráðs að breyta erfiðum texta til þess að geta útskýrt hann. Munurinn á skilningi Sigurðar og hinni viðteknu túlkun sést vel ef bornar eru saman þýðingar Biblíunnar á íslensku frá 1912 (1981) og 2007: Biblía 1912 (1981) 7Og hann mun afmá á þessu fjalli skýlu þá, sem hylur alla lýði, og þann hjúp, sem breiddur er yfir allar þjóðir. 8Hann mun afmá dauðann að eilífu, 8mun hann afmá dauðann að eilífu. Biblía 21. aldar 7A þessu fjalli, fyrir framan fortjaldið, sem er hula öllum þjóðum og forhengi öllum lýðum, Þrátt fýrir að tónlistarferli Sigurðar væri lokið, var sambandi hans við stórborg tónlistarinnar, Vín, enginn endi bundinn. Reglulega dvaldi hann í Benediktínaklaustrinu Unserer Liebe Frau zu den Schotten í Vín, þar sem hann stundaði fræðastörf og naut gestrisni vinar síns Georgs Braulik, gamlatestamentisfræðings og prófessors við hina kaþólsku guðfræðideild Vínarháskóla. Dvaldi hann reglulega í Vín og Múnchen ásamt Guðrúnu Blöndal eiginkonu sinni og naut menningarlífs þessara háborga Mið-Evrópu, ekki síst tónlistarinnar. Hitti hann t.a.m. vini sína, Wolfgang Richter og nemendur hans, sem Sigurður hafði kynnst í Múnchen og voru flestir orðnir prófessorar í gamlatestamentisfræðum við þýska háskóla, árlega í Múnchen og var óperuferð fastur liður á þessum endurfundum. Við þetta árlega tækifæri árið 2002 héldu kollegar hans honum veglega veislu í tilefni af sjötugsafmæli hans og færðu honum afmælisrit þar sem gamlatesta- mentisfræðingar frá Þýskalandi og Norðurlöndunum heiðra hann með greinaskrifum. Vísar titill afmælisritsins til Sálms 24,3, sem Sigurður ritaði um í bók sinni frá 1984: Wer darf hinaufsteigen zum Berg JHWHs? Beitrage zu Prophetie und Poesie des Alten Testaments. Festschrift fiir Sigurður Örn Steingrímsson zum 70. Geburtstag. 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.