Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 43

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 43
Þó Opinberunarbókin eigi ekki rætur að rekja til skipulagðra ofsókna er hún sannarlega átakarit. Eins og öðrum opinberunarbókmenntum (e. apocalyptic literature) er ritinu ætlað að takast á við eitthvert alvarlegt vandamál, hvetja og hugga þá sem við vandann eiga að etja.22 Eftir að hafa útilokað að skipulagðar ofsóknir Dómitíanusar væru sá vandi sem að steðjaði í Opinberunarbókinni, lagði Adela Yarbro Collins til að hann væri e.t.v. ekki jafn áþreifanlegur og augljós og fram að því hafði verið gengið út frá. Krísan sem að steðjaði væri margþætt og hluti af þeim félagslegum aðstæðum sem textinn er sprottinn upp úr, og meira að segja ekki fullljós neinum nema þeim sem textann hefði skrifað.23 Slíkra krísumöguleika væri að leita í samskiptum kristinna safnaða í rómversku Asíu við félagslegt umhverfi sitt. I borgum skattlandsins virðist t.a.m. hafa gætt töluverðrar spennu milli kristinna safnaða og bæði gyðinga og annarra þjóða fólks (e. gentiles). Þá nefnir Yarbro Collins einnig óljósa lagalega stöðu hinna kristnu safnaða sem og misskiptingu auðs og annarra gæða, bæði innan safnaðanna og í borgum skattlandsins.24 Allt hefur þetta farið saman með almennri andúð á rómverskum yfirvöldum. Táknheimur og orðfæri Opinberunarbókarinnar er þannig, að mati Yarbro Collins, leið til þess að bregðast við og sporna gegn þessum félagslegu þrengingum. Undir þessa nálgun tekur nýjatestamentisfræðingurinn Elisabeth Schússler Fiorenza en þó má greina vissan áherslumun hjá fræðikonunum tveimur. komst að því að þær voru ekki skipulagðar, miklu frekar var um einangruð og tilviljanakennd tilfelli ofbeldis að ræða. Sjá sama rit, einkum 54-84. 22 Á 8. og 9. áratug síðustu aldar fór fram mikilvæg umræða um skilgreiningu á bókmenntaformi opinberunarbókmennta. Árið 1979 setti John J. Collins fram eftirfarandi skilgreiningu, sem fræðimenn eru að miklu leyti sammála um enn í dag: ,,‘Apocalypse’ is a genre of revelatory literature with a narrative framework, in which a revelation is mediated by an otherworldly being to a human recipient, disclosing a transcendent reality which is both temporal, insofar as it envisages eschatological salvation, and spatial insofar as it involves another, supernatural world.“ John J. Collins, Apocalypse: The Morphology ofa Genre. (Semeia 14; Missoula: Scholars Press, 1979), 9. Skilgreining Collins er þó ófullnægjandi að því leyti að hún tekur ekki til virkni og markmiðs bókmenntanna, sem er ekki síður mikilvægt að taka til greina. David Hellholm var einna íyrstur til að benda á þennan vankant og lagði til að opinberunarbókmenntir hefðu því hlutverki að gegna að hugga og hvetja hóp í krísu með tilstyrk guðlegra máttarvalda. Sjá David Hellholm, „The Problem of Apocalyptic Genre and the Apocalypse of John“, í Adela Yarbro Collins (ritstj.), Early Christian Apocalypticism: Genre and Social Setting (Semeia 36; Decatur: Scholars Press, 1986), 23. Collins tók þessa gagnrýni til greina eins og sjá má í einni kunnustu bók hans, The Apocalyptic Imagination: An Introduction to Jewish Apocalyptic Literature (The Biblical Resource Series; Grand Rapids: Eerdmans, 1984), 41. 23 Sbr. Yarbro Collins, Crisis atid Catharsis, 104-107. 24 Sama rit, einkum 84-97. 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.