Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 46

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 46
leikum sem falla ekki úr gildi, hvernig sem viðrar. Þeir eru ekki bundnir við tilteknar sögulegar aðstæður, hvort sem um er að ræða hið upprunalega samhengi ritsins eða annað, eins og Gadamer ítrekar með eftirfarandi orðum: að skilja það [hið klassíska verk] mun alltaf fela meira í sér en að endurgera þann horfna „heim“ sem verkið tilheyrir. Skilningur okkar mun alltaf fela áfram í sér vitund um að við tilheyrum þeim heimi líka, og eins að verkið tilheyri líka okkar heimi.“33 En eftir stendur sú spurning hverjir þessir eiginleikar kunni að vera. Er unnt að greina nokkur stef sem hafa endurómað í túlkunum á Opinberunarbókinni í aldanna rás? Ljóst er að Opinberunarbókin er gerólík öllum öðrum ritum Nýja testamentisins. Þar er hún eina rit sinnar tegundar, þ.e. úr flokki opinber- unarbókmennta, sem gerir hana vitaskuld um leið áberandi í þeirra hópi. Sögusvið hennar er gervöll veröldin, himinn, jörð og undirheimar (Opb 5.3) og atburðarásin sem bókin lýsir hefur kosmískar afleiðingar. Hér er allt undir. Orrusta geisar milli hins góða og illa, Guðs og Satans, ljóssins og myrkursins (sjá t.d. Opb 11.7-12; 12.7-9; 19.11-21). Markmiðið er fullnaðarsigur Guðs; þeir sem höllum fæti standa eru reistir við og þeir sem brotið hafa af sér fá makleg málagjöld. Réttlætið nær loksins fram að ganga þegar höfundurinn gerir sér í hugarlund hinn réttláta heim og orðar þá sýn sína (sbr. Opb 21.1-8). Þess skal getið að því hefur verið fleygt að Opinberunarbókin sé eina rit Nýja testamentisins sem er algerlega helgað sókn eftir réttlæti.34 Frá upphafi hafa þessi stef höfðað til þeirra sem standa í átökum hvers konar. Þau hafa ýmist séð mótherja sína í alræmdum andstæðingum Opinberunarbókarinnar, séð sjálfa sig í hópi hinna útvöldu eða þá einfaldlega tekið undir það ákall eftir réttlæti sem er svo áberandi á síðum bókarinnar. Hér að framan voru reifaðar hugmyndir fræðimanna þess efnis að ritið hafi orðið til í aðstæðum þar sem þörf var á huggun harmi gegn. Af fornum sögum af píslarvottum að dæma var sú sama hugsun gripin á lofti mjög fljótlega eftir að ritið tók að berast um; þeir börðust sömu baráttu og háð er á síðum Opinberunarbókarinnar.35 Andstæðingar páfa og Rómakirkju 33 „But understanding it will always involve more than merely historically reconstructing the past “world” to which the work belongs. Our understanding will always retain the consciousness that we too belong to that world, and correlatively, that the work too belongs to our world.“ Sama rit, 290. 34 Sjá t.d. Catherine Keller, Apocalypse Now and Then: A Feminist Guide to the End ofthe World (Boston: Beacon Press, 1996), 46. Einnig Schiissler Fiorenza, Book of Revelation. 35 Sjá t.d. kafla 5.1 og 5.2 í kirkjusögu Evsebíusar. Eusebius: The Church History, 150-160. 44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.