Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 56

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 56
Enda þótt Sigurbjörn víki í engu frá hinu hefðbundna ritskýringar- formi er bók hans ekki síður og e.t.v. fyrst og fremst - nú þegar frá er liðið - vitnisburður um guðfræðilega afstöðu höfundarins. Framvinda Opinberunarbókarinnar stýrir för og Sigurbjörn skýrir textann glögglega í ljósi niðurstaðna þeirra sögulega rannsókna sem þá höfðu verið gerðar á honum. Því er þó ekki að leyna að hann nýtir vel þau fjölmörgu tækifæri sem textinn hefur upp á að bjóða til þess að koma áherslum sínum á fram- færi. í vissum skilningi er Opinberunarbók Jóhannesar þess vegna einnig vitnisburður um sigur nýrétttrúnaðarins yfir frjálslyndu guðfræðinni. Innreið hins kosmíska Krists og orðræða um synd og endurlausn72 hefur verið frjálslyndum guðfræðingum algerlega framandi og útgáfa bókarinnar markar um leið þverrandi áhrif þeirrar stefnu sem hafði verið allsráðandi í íslenskri guðfræðiumræðu svo lengi. Þess var nefnilega ekki langt að bíða að höfundurinn fengi tækifæri til þess að boða þessa sömu guðfræði á síðum hirðisbréfsins Ljós yfir land, þá orðinn biskup yfir Islandi.73 IV. Niðurstaða: Predikun í hrelldum heimi Sem fræðirit um sögulegan bakgrunn Opinberunarbókarinnar er Opinberun Jóhannesar eftir Sigurbjörn Einarsson barn síns tíma. En vegna þess að höfundurinn lætur skorður hinnar sagnfræðilegu aðferðar ekki hemja túlkun sína, er hægt að líta á ritið frá annarri og ekki síður áhugaverðari hlið. Þannig má líta á það sem athyglisverða heimild um tíðaranda áranna í kjölfar seinni heimsstyrjaldar sem og afstöðu Sigurbjörns í hinu guðfræðilega landslagi. Túlkunarsaga Opinberunarbókarinnar sýnir að útleggingu hennar er jafnan snúið upp á þann félagslega veruleika sem ritskýrandinn býr við, orrustan við höfuðandstæðingana er túlkuð í ljósi samtímans. Sigurbjörn víkur ekki frá þessari hefð í túlkun sinni eins og fram hefur komið. Þegar rýnt er í skýringar Sigurbjörns kemur í ljós að hina hefðbundnu erkifjendur í Opinberunarbókinni er að finna í þeim illu öflum sem tóku m.a. á sig mynd í alþjóðastjórnmálum og áttu þátt í að kynda undir því ófriðarbáli sem geisaði á fyrri hluta 20. aldar. Sigurbirni var mjög í mun að bregðast við hörmungum styrjaldaráranna með guðfræðilegri hugsun sem 72 Sbr. „Allt það sem synd og dauði fengu af sér gjört, hefur strokist brott eins og tár, sem er þerrað móðurhendi. Örin, sem mannkyn ber eftir höggormsbit og helgreipar, eru að fullu grædd. Bergmálið af stunum og andvörpum aldanna er ummyndað í sigursöng." Sama rit, 210. 73 Sigurbjörn Einarsson, Ljós yfir land: HirSisbréf til presta og safnaSa á íslandi (Reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, 1960). 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.