Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 57

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 57
tók tillit til þeirra atburða. Ritskýring Opinberunarbókarinnar hentaði vel til að koma henni áleiðis en erindið knúði meira á en svo að það væri hægt að takmarka við kennslu í guðfræðideild Háskólans. Erindið var brýnt, boðskapurinn þurfti að heyrast víðar, óbjagaður í veröld sem virtist komin að fótum fram. Sigurbjörn var vissulega prófessor við guðfræðideildina á þessum tíma og orð hans höfðu vægi samkvæmt því. Það fer þó ekki hjá því að til muna eykst þungi orða þess sem tekur sér stöðu við hlið höfundar Opinberunarbókarinnar og gerir hinn ofsótta söfnuð spámannsins að sínum. Afstaða hans er afstaða safnaðarins og þeir sem fallast ekki á hana eru andstæðingar. Sigurbjörn mælir fyrir hönd kirkjunnar á viðsjárverðum tímum þar sem knýjandi þörf er á festu og eindreginni afstöðu. Með því að færa guðfræðiumræðuna inn á svið Opinberunarbókarinnar skýrast átakalínurnar til muna. Opinberunarbókmenntir bjóða ekki upp á grátt svæði, línurnar eru skýrar, hálfvelgjan dugar ekki. Túlkun Sigurbjörns er tilboð um lausn á þeim vanda sem að steðjar, en þá verða lesendur, hvort sem það eru fræðimenn, kirkjunnar þjónar eða hinn almenni lesandi, að samþykkja þá afstöðu sem í bók hans er sett fram, samþykkja boðskap þeirrar kirkju sem hann talar fyrir. Þegar öllu er á botninn hvolft, er sá boðskapur vonarpredikun. Skilaboðin eru þau að „hinn gamli, fallandi heimur ber nýja veröld, nýtt mannkyn í skauti sér“.74 Þó Opinberunarbókin sé átakarit þá felur hún einnig í sér huggunarboðskap fyrir þá sem taka sér stöðu réttum megin víglínunnar. Sá boðskapur birtist skýrt í ritskýringu Sigurbjörns: Líðandi og stríðandi kirkja Guðs fær þannig að sjá myndina af sjálfri sér, eins og hún verður, þegar sigurinn er unninn og dýrð hennar orðin opinber. Sú mynd skal blasa við sjónum hennar í öllum umskiptum tímanna, hana skal bera yfir alla lægingu, smán og kúgun, alla svikna sigra, gengi og upphefð. Sú mynd, það tákn skal vera henni áminning, örvun og aflgjafi, eins og það styrkir og leiðréttir þann, er þreifar sig áfram í hríðarsorta og sækir gegn stórviðri, að sjá bregða fyrir ljósinu í glugganum heima.75 í lausninni felast þau átök sem einkenna vandann. Víglínan er enn til staðar. En vonin um að átökunum muni einhvern tímann linna getur aðeins kviknað á vígvellinum. 74 Sigurbjörn Einarsson, Opinberun Jóhannesar, 119. 75 Sama rit, 103. 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.