Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 66

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 66
paradigmi sem gagnast betur til að túlka hina nýju þekkingu og fella hana í heildstætt kerfi.7 í vísindasögulegu tilliti má líta svo á að um daga vísindabyltingarinnar hafi heimsmynd miðalda á sviði stjörnufræði sem hafði jörðina að miðpunkti (var jarðmiðlæg eða geocentrisk) verið varpað fyrir róða en heimsmynd Kóperníkusar og samstarfsmanna hans rutt sér til rúms. En hún hafði sólina að miðpunkti (var sólmiðlæg eða heliocentrisk).8 Hugmyndir um sólina sem miðpunkt alheims má þó vissulega rekja allt aftur til fornaldar.9 Jarðmiðlæga heimsmyndin hafði samt hlotið trúarlega viðurkenningu þar sem miðaldakirkjan gekk út frá henni í útlistun sinni á sköpunarverkinu. Hún var því hluti hinnar viðteknu eða „kanóníseruðu“ þekkingar. En fyrir daga vísindabyltingarinnar var ekki litið á þekkingu sem síbreytilegt og hvikult verk mannsins eins og gert er nú á dögum heldur var hún talin stöðug og var byggð á túlkunum viðtekinna kennivalda (auctoritas). Hún átti að því leyti sammerkt með opinberuðum sannleika Guðs. í hugmyndasögulegu samhengi hangir þó mun fleira á þessari spýtu en að himintunglunum hafi verið raðað upp á nýtt á sporbrautir sínar. Með vísindabyltingunni sköpuðust forsendur þess að ríkjandi heimsmynd Vesturlanda hætti að vera trúarleg í eðli sínu og yrði veraldleg eða nánar til tekið náttúruvísindaleg. Þar með var annað af tveimur afgerandi skrefum stigið í þróun nútímans og þess hugarfars sem einkennir hann. Það skref hefur verið kallað sekúlarísering, afhelgun eða veraldarvæðing. Hitt skrefið í átt til nútímans fól í sér það sem kalla má individúalíseringu og fólst í hraðvaxandi einstaklingshyggju sem vissulega var þó tekin að gera vart við sig á ofanverðum miðöldum í kjölfar þeirrar þróunar sem nefnd hefur verið endurreisn eða renaissance 12. aldar og markar straumhvörf í miðaldasögu.10 Áður hafði fólk í ríkum mæli skynjað sig sem hluta af stærri heild, heimili, ætt, sókn, héraði, mállýskusvæði eða landshluta. Lengi var hugtakið nation (þjóð) notað um fólk er myndaði slík samfélög. Nú á dögum er það hugtak almennt notað í pólitískri merkingu um fólk sem myndar sameiginlegt og sjálfstætt ríki. Við upphaf nútímans ruddi sterk einstaklingsvitund sér til rúms og hinn myndugi einstaklingur kom fram á sjónarsviðið. 7 Kuhn, 1981: einkum 52-61. 8 Nicolaus Copernicus. Slóð, sjá heimildaskrá. 9 Heliocentrisk varldsbild. Slóð, sjá heimildaskrá. Geocentrisk varldsbild. Slóð, sjá heimildaskrá. 10 Renaissance of the 12th century. Slóð, sjá heimildaskrá. 64 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.