Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 69
Nútíminn einkenndist með öðrum orðum af hliðrun frá munnlegri,
sértækri, staðbundinni og tímanlegri þekkingu yfir til skriflegrar, algildrar,
almennrar og, að því er mönnum hætti til að halda, tímalausrar þekkingar.
Hér er um að ræða árekstur milli þess sem stundum er kallað „lítil“ og „stór
menning“ þar sem „litla menningin“ stendur fyrir staðbundin tilbrigði munn-
legrar, sértækrar, staðbundinnar og tímanlegrar þekkingar en „stóra menn-
ingin“ fyrir hina bóklegu „algildu“, fræðilegu þekkingu.16 Slíkur árekstur
átti sér vissulega ekki stað í fyrsta sinn með innreið nútímans. Kristnin og
kirkjan - trúarbrögð og trúarstofnun Vesturlanda - eru dæmigerð form
„stórrar menningar“. Um aldir hafði hin eina, heilaga, almenna (kaþólska),
postullega kirkja leitast við að setja „litlu menningunum“ í álfunni mörk, þ.e.
barist gegn alþýðutrú og for-kristnum trúarleifum af ýmsu tagi. Við upphaf
nútímans ruddu sér aðeins enn einu sinni til rúms ný heimsmynd, ný viðmið,
nýir mælikvarðar og nýjar stofnanir. I stað opinberaðrar þekkingar kirkjunnar
kom nú vísindaleg þekking sem háskólar og akademíur af ýmsu tagi boðuðu
í samkeppni við þann sannleika sem kirkjan boðaði.
Hafa verður í huga að átök „lítillar“ og „stórrar menningar“ - sem og
spenna milli tveggja heimsmynda, t.d. trúarlegrar og náttúruvísindalegrar
heimsmyndar - hafa oftar en ekki félagspólitískar hliðar. Lærimeistari í
munnlega miðlaðri menningu er oftar en ekki gamall, gjarna óskólagenginn
og oft kona. Ungur, menntaður karl var hins vegar allt fram á síðustu
áratugi 20. aldar persónugervingur bóklegu þekkingarinnar. Það er fyrst
á síðustu áratugum að ungar konur hafa tekið að sækja fram á þessum
vettvangi með því að komast í meirihluta meðal háskólastúdenta. Nú er sú
breyting loks tekin að skila sér inn í helstu áhrifastöður samfélagsins. Með
uppgangi nútímans vék völvan því fyrir vísindamanninum, karllæg þekking
og hagnýting hennar ýtti kvenlægri menningu til hliðar.
Það var ekki síst í samkeppni kirkjunnar og háskólasamfélagsins sem
kreppa trúarstofnunarinnar hófst í Vesturheimi. Með henni vaknaði spurn-
ingin: Hver er trúverðugur handhafi raunverulegrar þekkingar - kirkjan
eða akademían?
Grœn bylting - ný orkustefna
Síðbúið afbrigði vísinda- og tæknivæðingar sem lýst var hér að framan er
verksmiðjuvæðing í landbúnaði sem er elsta og frumlægasta atvinnugrein
16 Burke, 1983: 38-44. Toulmin, 1995: 54-62.
67