Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 69

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 69
Nútíminn einkenndist með öðrum orðum af hliðrun frá munnlegri, sértækri, staðbundinni og tímanlegri þekkingu yfir til skriflegrar, algildrar, almennrar og, að því er mönnum hætti til að halda, tímalausrar þekkingar. Hér er um að ræða árekstur milli þess sem stundum er kallað „lítil“ og „stór menning“ þar sem „litla menningin“ stendur fyrir staðbundin tilbrigði munn- legrar, sértækrar, staðbundinnar og tímanlegrar þekkingar en „stóra menn- ingin“ fyrir hina bóklegu „algildu“, fræðilegu þekkingu.16 Slíkur árekstur átti sér vissulega ekki stað í fyrsta sinn með innreið nútímans. Kristnin og kirkjan - trúarbrögð og trúarstofnun Vesturlanda - eru dæmigerð form „stórrar menningar“. Um aldir hafði hin eina, heilaga, almenna (kaþólska), postullega kirkja leitast við að setja „litlu menningunum“ í álfunni mörk, þ.e. barist gegn alþýðutrú og for-kristnum trúarleifum af ýmsu tagi. Við upphaf nútímans ruddu sér aðeins enn einu sinni til rúms ný heimsmynd, ný viðmið, nýir mælikvarðar og nýjar stofnanir. I stað opinberaðrar þekkingar kirkjunnar kom nú vísindaleg þekking sem háskólar og akademíur af ýmsu tagi boðuðu í samkeppni við þann sannleika sem kirkjan boðaði. Hafa verður í huga að átök „lítillar“ og „stórrar menningar“ - sem og spenna milli tveggja heimsmynda, t.d. trúarlegrar og náttúruvísindalegrar heimsmyndar - hafa oftar en ekki félagspólitískar hliðar. Lærimeistari í munnlega miðlaðri menningu er oftar en ekki gamall, gjarna óskólagenginn og oft kona. Ungur, menntaður karl var hins vegar allt fram á síðustu áratugi 20. aldar persónugervingur bóklegu þekkingarinnar. Það er fyrst á síðustu áratugum að ungar konur hafa tekið að sækja fram á þessum vettvangi með því að komast í meirihluta meðal háskólastúdenta. Nú er sú breyting loks tekin að skila sér inn í helstu áhrifastöður samfélagsins. Með uppgangi nútímans vék völvan því fyrir vísindamanninum, karllæg þekking og hagnýting hennar ýtti kvenlægri menningu til hliðar. Það var ekki síst í samkeppni kirkjunnar og háskólasamfélagsins sem kreppa trúarstofnunarinnar hófst í Vesturheimi. Með henni vaknaði spurn- ingin: Hver er trúverðugur handhafi raunverulegrar þekkingar - kirkjan eða akademían? Grœn bylting - ný orkustefna Síðbúið afbrigði vísinda- og tæknivæðingar sem lýst var hér að framan er verksmiðjuvæðing í landbúnaði sem er elsta og frumlægasta atvinnugrein 16 Burke, 1983: 38-44. Toulmin, 1995: 54-62. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.